Tuesday, January 29, 2008

 

Strik.

Eftir síðasta þátt spaugstofunnar hafa eldar logað.Sumir vilja banna þennan þátt.Borgarstjóri sjálfur kallar þetta svívirðilegar persónuárásir. Ég get að sumu leyti tekið undir að þreytumerki eru á þættinum. Margt er þó þokkalegt en annað slakt. Einu sinni heimtaði fólk að spaugstofumenn yrðu ákærðir fyrir guðlast. Það má ekki fara yfir strikið eins og það er orðað. Ég var nú að halda uppi vörnum fyrir borgarstjórann á moggablogginu. Líklega hefði ég betur látið það ógert. Viðbrögð hans við spaugi sýna það. Margir hafa nú fengið afleita meðferð í þessum þáttum án þess að kveinka sér. Síðustu dagar hafa sýnt að nýi meirihlutinn í borginni er gjörsamlega glataður. Þar stendur ekki steinn yfir steini.Fulltúar íhaldsins tala út og suður. Bakland borgarstjórans er ekkert og fylgið sem F listi fékk í síðustu kosningum tvístrað í allar áttir. Hann er nú sjálfur í íslandshreyfingunni sem enginn veit hvað er. Þetta er lýðræði okkar núna, eins og reyndar oft áður. Það má ekki anda á það án þess það séu persónuárásir. Hið pólitíska nef formanns sjálfstæðisflokksins er ekki lengra en það að hann leggur blessun sína yfir þetta.Allt í fína lagi ef valdastólar eru í boði. En það er að verða sama rotnunarlyktin af íhaldinu í Reykjavík og framsóknarflokknum. Og kemur innanfrá líka.Baráttan í næsta prófkjöri þess í höfuðborginni verður hatrömm. Þar munu menn vega hvern annan. Og ekki í neinu bróðerni. Ég er og mun verða flokkslaus maður. Ýldulyktin af pólitíkinni hefur gert þetta að verkum. Fnykurinn er líka til hér á Selfossi. Þetta gerist allsstaðar þegar menn svíkja hugsjónir sínar og loforð eru einskis virði. Framapot og græðgi ofar öllu.

Davis veðurstöðin á Reynivöllum virðist biluð. Ég nota vef vegagerðarinnar og sé að það er 3ja stiga frost undir Ingólfsfjalli. Og vindhraðinn aðeins 1 metri á sekúndu. Flott veður. Ýmislegt að gerast í vinnunni svo ég væli nú ekkert sérstaklega yfir tilverunni. Ætla nú að ljúka við morgundöggina og strjúka skott Raikonens. Sendum bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online