Thursday, January 10, 2008

 

Salt jarðar.

Þegar ég fór til vinnu í morgun hélt ég að það hefði mígrignt. Hitastigið var þó bara nálægt núllinu. Ók Langholtið til að losna við 4 hraðahindranir. Mér lá þó ekkert á því ég lagði tímanlega af stað. Fannst þetta þó svolítið undarlegt. Braut heilann smástund og komst strax að niðurstöðu. Það er byrjað að strá salti jarðar á göturnar hér. Svona eins og í höfuðborginni. Hér hljóta bæjaryfirvöld að vera að verki. Vegagerðin afgreiðir þjóðvegina. Kannski eru það einkavinir bæjarstjórnarmeirihlutans sem hér standa að verki. Myrkraverk meirihlutans eru að verða alkunn. Nýjustu fréttir af mjólkurbúshverfinu sanna það. Vetur á Íslandi eru að verða þannig að við þurfum ekki á þessari vitleysu að halda. Hæfileg dekk undir bílunum okkar og aðgætni árstímans er alveg nægileg vörn. Allir fjölmiðlar landsins ala á þessari dellu. Ef óhapp eða alvarlegt slys verður er eina skýringin að það hafi verið hálka. Það er mikið framboð af úrvalshjólbörðum eins og af flestöllu öðru sem við þurfum á að halda. Það ætti að vera búið að banna nagladekkin fyrir löngu. Þau veita falskt öryggi og fólk ekur eins og á besta sumardegi. Það eru mörg ár síðan ég hætti að nota nagladekk. Eyðileggingin sem þau valda er mikil. Og enn mæti ég bæjarstarfsmönnum á Tryggvagötunni á trakorsgröfum til að fylla uppí holurnar. Mikið vildi ég heldur að sýslumaðurinn okkar beitti sér í þessu en að leggja til að virkja Hvítá. Hann lagði til fyrir nokkrum árum að banna nagladekkin. Það jók álit mitt á honum til muna.
Ég er reyndar ekkert í miklu nöldurstuði nú. Allt gengið þokkalega þessa viku. Ferð í uppsveitir á morgun og stórir hlutir að gerast í starfinu í næstu viku. Þó ég hafi stundum talað um þrældóm fyrir kapitalista þá fer hagur Bakka ehf. og minn saman meðan ég starfa þar. Kimi er að viðra sig í þessu indæla vetrarveðri. Fanturinn, kynbróðir hans, varð enn frá að hverfa í morgun. Við sendum ykkur bestu kveðjur. Ein færsla frá SB á árinu. Áfram Helga eins og þú minntist á. Ykkar Hösmagi.

Comments:
Lítið salt á götum hér í Barselóna enda milt í veðri, engir kettir sjáanlegir. Bestu kveðjur, SBS
 
Varla minnkar saltið núna, ef marka má fannfergisfréttir á mb. Er allt á kafi? Græna þruman á blastinu?
 
Varla minnkar saltið núna, ef marka má fannfergisfréttir á mb. Er allt á kafi? Græna þruman á blastinu?
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online