Wednesday, January 02, 2008

 

Nýtt ár.

Nýja árið gekk í garð með svipuðum hætti og það gamla kvaddi. Undirritaður klúkir nú hér og bíður þess að klukkan verði 5. Hef verið hér einn lungann úr deginum og sinnt því brýnasta sem hér hefur þurft að gera. Verslanir og bankar að metsu lokað og rélegt yfir mannlífinu. Vindurinn gnauðar og regnið glymur hér á glugga. Þíða í kortunum næstu daga. Það verður bara indælt að koma heim í hlýjuna og fá sér snarl af eftirstöðvum hátíðarfæðunnar. Mikil veisluhöld að baki hjá þjóðinni og annarhver bloggari á leið í megrun. Og hinir líka. Við fósturfeðgar eru reyndar ekki í þeim hópi og höfum þó ekki alldeils soltið þessa daga. Hænufetin verða heldur styttri í þessu þungbúna veðri. En vitundin um að allt tosast í rétta átt léttir lundina.Ég horfi allavega nokkuð björtum augum til nýja ársins. Völva vikunnar spáir falli ríkisstjórnarinnar og forsetinn hefur gefið kost á sér áfram. Úr því sem komið var kom mér það ekki sérlega á óvart. En við bíðum bara og sjáum hvað setur. Bestu óskir til ykkar allra á nýju ári og þökk fyrir það nýliðna, Ykkar Hösmagi.

Comments:
Gleðilegt ár sömuleiðis! Hálandahátíð að baki og Spánn á næsta leyti. Bestu kveðjur, S+H
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online