Thursday, January 03, 2008

 

Morgundögg.

Það nú aðeins meira en dögg á jörðu í morgunsárið.Slagveður og mig langaði mest til að kúra lengur undir sænginni heima. Svo er ég orðinn svo kræsinn á kaffi að Merild kaffið sem boðið er uppá hér á kontórnum verð ég að hálfneyða mig til að drekka. Enda drekk ég bara Morgundöggina góðu heima. Við kisi vorum nú á fótum á nokkuð guðlegum tíma í morgun. Ég opnaði gluggann en kisi kom fljótlega á öðru hundraðinu og faldi sig undir rúmi.Ég hafði nú grun um ástæðuna. Fyrir utan gluggann var þjófurinn mættur aftur. Þessi ofbeldissinnaði sem áður hefur komið við sögu hér. Við horfðumst í augu og mér datt í hug barnagæla Davíðs Stefánssonar: Sofðu nú svínið þitt, svartur í augum, farðu í fúlan pytt, fullan af draugum.Ég hvæsti og skipaði þessum óvelkomna gesti á brott. Sem hann gerði með semingi. Síðan lokaði ég glugganum aftur. Hvort eð er lítið gaman fyrir Kimi utandyra í þessu veðri. Næsta ráð mitt verður líklega að koma upp fjarstýrði vatnsdælu til fæla kauða í burtu. Kannski svolítið snúið en ég kann ekki að meta framferði þessa kvikindis sem stelur mat og leggur sig í líma við að misþyrma besta vini mínum. Hann dormar nú örugglega í mjúku fleti heimafyrir.

Hér er enn með rólegra móti þó ekki sé það nú ördeyða. Ég að mestu einn að störfum. Símavörðurinn í fríi og forstjórinn droppar hér við annað slagið. Vona að allt fari á fullan skrið eftir að síðasti sveinstaulinn hverfur aftur til fjalla.Það hefur nú verið venjan undanfarin ár og ég vona að það verði í sömu veru nú. Við Kimi sendum bestu kveðjur úr roki og rigningu, ykkar Hösmagi.

Comments:
Uss hvernig sumir kettir geta hagað sér! En er þetta ekki eitthvert útigangsgrey sem hefur lent illa í því? Kveðjur frá Skotlandi til Kimi Raikonens, sem á sannarlega betra skilið en barsmíðar svartfressa!
 
Í fyrsta lagi. Kærar þakkir fyrir síðast. Einu jólagestirnir voru sannarlega kærkomnir. Við Kimi erum hér báðir við tölvuna. Kannski fyrirgef ég þessu ofbeldisdýri. Ekki sé ég eftir nokkrum kornum af mat í það. En mér sýndist vera hálsól á kauða og hef hann grunaðan um að betra sé að stela og éta í öðrum húsum en heima. Aldrei mun mér detta í hug að gera þessu dýri mein. En kalt vatnsbað myndi ekki skaða það. Albestu kveðjur til hálanda eða sennilega Barselóna.
 
Takk fyrir kveðjur; Barselóna er það í fyrramálið og fram á vor vonandi, ræðst af húsamálum. Heyrumst! SBS
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online