Friday, January 18, 2008

 

Kuldi.

Nú er 12 stiga frost hér utandyra. Veður þó kyrrt sem betur fer. Ég slapp úr prísundinni í fyrradag eftir heilmikil átök við stóra skaflinn. Þegar því var lokið frétti ég að húsfélagið hefði ákveðið að láta ryðja allt planið hér fyrir framan blokkina. Þá var næsta vers að moka Lancerinn lausan líka svo hann yrði ekki fyrir.Það hafðist eftir mikið puð og ég kom honum fyrir í bílskúrnum. Um kvöldið var planið mokað og nú eru heilu fjöllin af snjó hér í kring. Þó það muggaði annað slagið í gær er þó sæmilega greiðfært um bæinn. Samkvæmt spám munu þessi nýju fjöll verða hér áfram. Vona bara að það bæti ekki mikið í þau. Lancerinn aftur kominn út í kuldann en græna þruman inní hlýjuna. Og gamli Hösmagi orðinnn þokkalegur í bakinu aftur. Það var samt ágætt að eiga 2ja daga frí að loknum vinnudegi í gær. Þrátt fyrir verulega andúð mína á snjó ætla ég að halda ró minni. Ég stjórna nú ekki veðri og vindum eins og sumir þykjast geta. Tek því bara rólega heimafyrir um helgina og mæti tvíefldur til starfa á mánudaginn. Heilmikið að gera í vinnunni og það er alltaf fagnaðarefni.
Það verður fróðlegt að sjá hvort íslenska handboltalandliðinu hefur tekist að girða upp um sig síðan í fyrradag. Ég hef nú efasemdir um það en óska þeim samt alls hins besta í baráttunni í dag og á morgun. Gamla svíagrýlan var alls ekki dauð. Reyndar var andleysið og metnaðarleysið yfirgengilegt hjá okkar mönnum í fyrradag. Spurning hvort þeir ná áttum á ný.
Kimi lætur sig hafa kuldann úti en ég ylja mér við kaffið hér í hlýjunni. Við sendum bestu kveðjur að venju, ykkar Hösmagi.

Comments:
Þetta minnir mig bara á gamla snjóavetur þegar ég var lítil bolla á Selfossi og maður beið alltaf spenntur í októberbyrjun eftir að byrjaði að snjóa, enda brást það sjaldan. Hér í Barselóna er annars 22 stigi hiti og sólskin í dag, óvænt janúarhitabylgja sem yljar sálinni verulega. Sendi strauma frá henni í kuldann á Selfossi og mæli með góðri kyndingu, bóklestri eða vídeóglápi. HS biður að heilsa, Slauinn
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online