Thursday, January 31, 2008

 

Hagfræði.

Einkennileg er fræðigreinin hagfræði.Borgarstjóri Reykjavíkur sagði það góð kaup að hafa aðeins greitt 580 millur fyrir 2 ónýta kofa við Laugaveginn.Og ástæðan? Seljandinn vildi fá meiri peninga fyrir ruslahauginn. Þessi maður stendur við stóru orðin. Lætur verkin tala. Skyldu reykvíkingar vera ánægðir með þetta verk? Ég efast stórlega um það. Og svo lætur hann bóka að þessi kaup séu ekki fordæmisgefandi um kaup á mörgum örðrum hreysum við þessa fornfrægu götu.Sem þau ættu nú að vera ef þau eru borginni svona hagstæð.Meirihlutinn kynnti sér ekki einu sinni verðmatið á þessum eignum. Svona vinnubrögð heita fum og fát.Stóllinn verður dýr íbúum höfuðborgarinnar þegar upp verður staðið. Fyrsta vika borgarstjórans í þessu háa embætti sýnir að hann er óhæfur í starfið.Farsinn mun halda áfram. Gíslimarteinn vill gera flugvöllinn að lóðum undir íbúðabyggð.Þvert á nýjan málfefnasamning.Stundum er talað um tifandi tímasprengjur við svona aðstæður.Það væri farsælast fyrir reykvíkinga að bomban springi sem fyrst undir stól borgarstjórans. Hagfræðin blívur. Menn leggja að jöfnu lækkun fasteignagjalda og lækkun á skatthlutfalli. Sem er bara tjaran tóm. Fasteignagjöld reykvíkinga og árborgara verða hærri í ár en í fyrra. Þrátt fyrir lækkun skatthlutfallsins. Það er vegna þess að mat eignanna hefur hækkað meira milli ára. Þetta eru talnakúnstir sem einungis eru iðkaðar til að blekkja lýðinn. Vond hagfræði í mínum augum. Svona hagfræði eins og Jón forseti stundar hér í Árborg. Hann, ásamt meðreiðarsveinum og meyjum, hefur gert mörghundruðmilljóna leigusamning um húsnæði sem enn hefur ekki fengist leyfi til að byggja. Sama húsnæðið og hann lofaði að koma í veg fyrir að byggt yrði ef hann næði kjöri og kæmist í aðstöðu til þess.Þetta er pólitíkin sem ég vil ekki. Þegar ég sá hvert stefndi bað ég alla árborgara afsökunar á að hafa kosið yfirhirðfífl meirihlutans hér. Hann er gott dæmi um hvernig ekki á að starfa í stjórnmálum. Álíka og borgarstjórinn í Reykjavík. Vegtyllurnar eru svo ljúfar og gefa heilmikla aura líka. Eitt stykki loforð skiptir litlu þegar menn hafa komið sér makindalega fyrir í rétta stólum. Einu sinni var talað um hagfræði andskotans. Þetta eru góð dæmi um hana.

Gjóla og 10 stiga gaddur hér. Janúar lokið og afmælismánuður byrjaður. Siggi, Begga og Egill. Ég gætti mín ekki nægilega í rokinu í gær og skemmdi eina hurðina á grænu þrumunni. Hún fauk úr hendi mér og nú er að ræða við Hörð Húdíni bílameistara.Galdramanninn, sem ævinlega finnur lausnir á vandamálum sem tengjast sjálfrennireiðum. Hef sagt það áður og segi það enn að það er gott að þekkja svoleiðis karaktera. Ég hlakka til helgarinnar og ætla að framkvæma eitthvað vitrænt þessa 2 frídaga. Smáhláka framundan eftir helgi og það er góð tilfinning. Sennilega síðasti dagur Sölva og Helgu í Prag að sinni. Bestu kveðjur þangað, til Köben og til ykkar allra. Ykkar Hösmagi.

Comments:
Þakka kveðjur.
Já, ekki byrjaði borgarstjórnin nýja vel, gefur verktökum, sem nóg eiga fyrir, að minnsta kosti 200 milljónir aukalega úr sjóði borgarbúa, bara af því hann gat ómögulega beðið í þrjá daga eftir að verndunarákvæðið kæmi í gegn. Þetta heitir vissulega að láta verkin tala. Slæmu verkin.
Sannast enn og aftur hversu mikið bull það er að það einangrist við vinstri menn í pólitík að kunna ekki að fara með peninga. Ég held nefnilega að það sé öfugt. Enginn hefur verið duglegur við að subba þannig út peningum en Davíð Oddsson á sínum tíma. Og Vilhjálmur, hinn raunverulegi borgarstjóri, er auðvitað stoltur lærlingur hans.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online