Thursday, January 03, 2008

 

Fátt er svo með öllu illt....

að ekki boði nokkuð gott. Við Kimi höfum verið að hamast við að éta. Tómatar, ostur, rækjur, sjómaður ( spesial góður harðfiskur), gullfiskur, þó ekki þessi litli sem geymdur er í búrum heldur indælt sjávarfang sem er grjóthart en bráðnar í munni. Árið byrjar vel. Ég hef ekki einu sinni mætt yfirfíflínu í bæjarstjórnarmeirihlutanum. Alltaf góðir dagar þegar það skeður. Vona að þeir verði sem flestir á árinu. Ég hugsa að ríkisstjórnin falli á árinu. Tel það nánast öruggt. Yfirnagarinn í seðlabankanum mun stýra þar stóru hlutverki. Núverandi formaður sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherrann sjálfur, getur ekki leitt þessa ríkisstjórn mikið lengur. Ingibjörg Sólrún leikur lausum hala. Það mun ekki líðast lengi.Hinir í Sf, Össur og Björgvin blaðra áfram. Þórunn er þó lángskárst. Talar yfirleitt af skynsemi. Hvort sem það verða kosningar á þessu ári eða ekki munum við fá nýja ríkisstjórn. Kannski er ég bjartsýnn á nýju ári. Eigum við ekki alltaf að vera það?Svona talar nú gamall gaur sem hefur nóg í sig og köttinn sinn. Og jafnvel aðra ketti líka. En vil breytingar samt. M.a. þær að Sf. standi við loforð sín og sé ekki sýndarmennskan ein. Við Kimi höldum snart til náða. Bestu kveðjur, ykkar Hösmgai.

Comments:
Hvað ríkisstjórn tekur við?
 
Kannski eru sumir pistlar ekki nógu vel ígrundaðir. Mér kæmi þó ekki á óvart að við fengjum nýja ríksstjórn á árinu. Stjórn sjálfstæðisflokks og VG. Það ólgar og kraumar undir í báðum flokkunum sem nú stjórna landinu. Allir sem fylgjast með stjórnmálunum hér sjá þetta. Það er fullt af gömlum refum sem nú eru farnir úr stjórnmálum á yfirborðinu en eru enn til alls vísir. Það sem mér finnst skipta máli er að gefið verði uppá nýtt. Spilin stokkuð og að menn sem verða að hverfa úr fyrirtækjum þjóðarinnar stæri sig ekki yfir að hafa verið ódýrustu forstjórar fyrirtækjann meeð 4 millur á mánuði. Og labba glaðir burt með hurndruð milljóna í starfslokasamng.
 
Vona að spáin rætist ekki enda er ég ánægður með núverandi viðreisnarstjórn.
Hösmagi er hins vegar alltaf jafnskotinn í D og VG samstarfi, eins og Styrmir. Ekki sé ég nú um hvaða atriði þessir tveir flokkar eiga að sameinast.
Bestu kveðjur frá síðustu dögunum á suðurhveli,
s
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online