Thursday, January 17, 2008

 

Fangi.

Ég lagðist í pest á sunnudaginn.Hiti, beinverkir og tilheyrandi.Hugðist svo mæta til vinnu í morgun þó það væri á mörkunum að ég treysti mér til þess. Lancerinn á bólakafi í snjó. Og heilt fjall af snjó fyrir framan bílskúrinn, þar sem græna þruman er innanveggja. Ég hringdi í Þröst en hann sagði mér bara að halda mig heima í dag. Það eru engar líkur á að þessi snjór hverfi næstu daga. Nú er ég að safna kröftum til að moka frá skúrnum. Það er sko hreint ekki áhlaupaverk.Veður er þó ágætt en þrekið er af skornum skammti. Ég hefði líklega ekki átt að vera að tala um snjólausa vetur hér um daginn. Ég þori ekki annað en moka vel frá því dyrnar eru frekar þröngar og ekki vil ég taka áhættu á að skemma þennan sómavagn.Kominn í ullarpeysu, stígvélin í skúrnum og svo er það skinnhúfan og úlpan. Ef þetta gengur ekki sækir Þröstur mig í fyrramálið. Líka leigubílar á staðnum. En mér finnst bara fúlt að hafa hér tvo gangfæra bíla og komast ekki spönn frá rassi.Ég ætla að minnsta kosti að gera tilraun.Og ég ætla ekki að ofgera mér við að sleppa úr prísundinni.Kærar kveðjur frá okkur Kimi, ykkar Hösmagi.

Comments:
Æ, ansans er þetta! Ég sendi bara bestu batakveðjur í Ástjörn og vona að þú náir ofurkröftum sem fyrst.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online