Tuesday, January 08, 2008

 

Enn af pólitíkinni.

Kannski ætti ég aldrei að skrifa um stjórnmál. Oft einfari í þeim efnum. Fengið skammir frá yngri syninum og fóstbróðir hans má ekki heyra gagnrýni um flokkinn sinn. Mér finnst vænt um báða þessa stráka. Og fleiri stráka reyndar einnig.Og allar drottningarnar mínar. Hvaða viðreisn hefur núverandi ríkisstjórn staðið fyrir? Við embættisveitingar kannski? Við að leiðrétta það sem mest ríður á? Að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu? Meira að segja Jóhanna er bara gjörsamlega útbrunnið eldfjall sem ekkert er að marka lengur.Aðalvandamálið er að núverandi ríkisstjórnarflokkar eru bara sammála um að völdin eru góð. Deilum og drottnum og hlustum ekki á kjaftæði nöldraranna. Það er reyndar ekki nema rúmt hálft ár sem þessi stjórn hefur setið að völdum. Ég er alveg sáttur með að gefa henni smáséns. Ég á þó eftir að sjá hana standa við gefin loforð. T.d. um að afnema stimpilgjöldin. Yfirlýsingagleði viðskiptaráðherrans um afnám seðilgjalda, uppgreiðslugjöld lána, fitkostnað og fleira eru upphrópanir sem ætlaðar eru til eigin vinsælda. Það þarf nú aðeins meira til. Halda menn að gróðahyggjan, ránið og þjófnaðurinn sem hefur blómstrað svo vel undanfarin ár hverfi við slíkar yfirlýsingar. Aldeilis ekki. Nóg að sinni. Og færri pistlar um pólitík á næstunni. Margt betra og skemmtilegra að tala um. Bestu kveðjur frá okkur Kimi. Og svona í leiðinni sem ég hef nú einstöku sinnum sagt áður. Hann kúrir nú á gamla stólnum, vel saddur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Jújújú, gagnrýndu Sf eins mikið og þig lystir. Það geri ég líka stundum.
Ég er þó enn jafn vantrúaður á hugmynd ykkar Styrmis um farsælt hjónaband D og VG.
Bestu kveðjur, s
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online