Tuesday, January 22, 2008

 

Bót.

Sjaldan hef ég orðið eins glaður yfir roki og rigningu eins og í dag.Þegar hitastigið fer í 4-5 gráður og vindurinn nær sér vel á strik er snjórinn fljótur að hörfa. Sálarlífið lyftist upp og ég verð bjartsýnn á ný. Mánuður frá vetrarsólstöðum og nú er enn bjart þegar komið er heim úr vinnu klukkan 5. Þorrinn og Góan reyndar bæði eftir. Ég er kannski óvenjulega viðkvæmur fyrir miklum snjó. Hann má vera uppá jöklum en á ekki heima hér á götunum. Eingöngu til óþurftar, kostar mikla peninga að halda götunum akfærum og gangstéttum færum fyrir venjulegt fólk, auk slysahættunnar.Nóg um snjó að sinni.
Nú hef ég afskrifað " strákana okkar". Þeir eru gjörsamlega út á þekju í þessari keppni. Ég kíkti á netið annað slagið á leikinn við þjóðverja. Ég ætla að horfa á leikinn við ungverja á morgun því hann er ekki fyrr en kl. 19:15 Það bendir allt til þess að við munum verma 12. sætið. Það er arfaslakt. Bara hreinn skandall.
Ég nenni hreinlega ekki að skrifa mikið um nýjustu tíðindin í pólitíkinni. En ekki finnst mér hann gæfulegur nýi meirihlutinn í höfuðborginni. Og aðdragandinn að þessum ósköpum mun ekki efla tiltrú fólks á stjórnmálamönnum. Sama daginn viðurkenndi Björn Ingi að hafa keypt föt sem skrifuð voru á flokkinn hans. En það var bara ekkert athugavert við það. Þetta væri svona hjá mörgum stjórnmálaflokkum.Sem er að sjálfsögðu haugalýgi. Og svo voru fötin orðin of þröng því hann hefði bætt á sig. Hafi stjórnmálamaður nokkurntíma opinberað siðblindu sína þá var það þessi maður í sjónvarpinu í gærkvöldi. Hvernig skyldi Guðna greyinu líða yfir þessu?
Ég hef nú ekki verið neinn sérlegur aðdándi Dags B. Það voru viðtöl í kastljósinu í kvöld. Fyrst við gamla góða Villa og síðan við Dag. Sama þvælan í Villa og áður. Kann þetta allt. Búinn að vera lengi í bransanum og formaður samtaka íslenskra sveitarfélaga í 16 ár. En ég held að það sem Dagur sagði sé allt satt og rétt. Sérílagi eftir að hafa hlustað á Ólaf Magnússon í gærkvöldi. Enda komið í ljós að hann var búinn að undirbúa þetta plott í nokkra daga með fornvini sínum, Kjartani Magnússyni. Ég hafði einu sinni nokkuð álit á Ólafi. Fyrst og fremst vegna umhverfismála. Það hvarf alveg í gær. Ég votta reykvíkingum samúð mína með nýju stjórnarherrana.
Kimi sefur hér í horninu fyrir aftan mig. Á teppinu góða sem þau Helga og Sölvi gáfu mér á jólum í Edinborg. Við sendum ykkur bestu kveðjur að venju, ykkar Hösmagi.

Comments:
Já, maður segir nú bara við sjálfstæðismenn: Verði ykkur að góðu með Ólaf F. Magnússon.
Aldrei hef ég haft neitt álit á þeim manni í pólitík og hann sannaði svo um munaði sitt innra eðli í fyrradag. Verri borgarstjóra er ekki hægt að hugsa sér.
 
Þegar menn láta svona í pólitík mæli ég með bragðmiklum osti sem heitir Prímadonna. Ágætis eftirmatur með klementínum, líka.
 
Já þetta eru allt saman ótíðindi, hvort er handbolti eða himpigimpi stjórnmálanna. Þá er nú skárra að góna aðeins í sólina úr hengirúminu og gefa allar væntingar um dáðir íslenskra sóknarmanna upp á bátinn. Bestu kveðjur, SBS
 
Þakka góð og skemmtileg komment.Sól, hengirúm og góður ostur eru upp.Snjór, Bingi og Óli læknir eru niður.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online