Thursday, December 27, 2007

 

Rólegheit.

Eftir 5 daga letilíf er aftur virkur dagur. Eða hvað? Ég er einn mættur til vinnu. Hér hefur enginn komið og síminn þegir. Kannski var ekki við öðru að búast. 4-5 stiga frost, myrkur og vindbelgingur. Ég mun þó halda mig hér til 5 að venju. Síðasti vinnudagur ársins á morgun og þá byrja 4 letidagar í röð.Skáldið mitt og Helga komu í heimsókn í gær og eru nú flogin til Skotlands. Skosku hálöndin á dagskrá næstu daga og svo Barselóna fram á vor. Líklega verð ég að halda stórpartí á gamlárskvöld til að koma öllum veisluföngunum í lóg. Mér hættir enn til að kaupa inn eins ég sé með stórfjölskyldu. Reyndar er hægt að frysta mest af þessum góða mat og borða svo eftir þörfum úr kistunni. Við tróðum í okkur heilum hellingi í gær en verulegar birgðir eru ósnæddar. Kimi étur rækjur og bláhvítar mýslur. Hann er nú við sín embættisverk heima fyrir. Fannst kalt í morgun eftir að hafa hnusað af snjó og frosti. Ég læt þennan snjó ekki á mig fá. Held að hann spái rigningu um áramótin og svo vonar maður það besta fyrir nýja árið. Það leggst vel í mig. Ég fékk gjafabréf í jólagjöf. Jólagjöfin verður gróðursett á fyrirheitnalandinu næsta vor. Það verður indælt í birtunni sem ég bíð eftir. Eftir að hafa algjörlega misst áhuga á veiði í nokkrurn tíma eftir síðasta Veiðivatnatúrinn í ágúst, hugsa ég gott til þessarar indælu tómstundaiðju næsta sumar. Það er nokkurskonar endurheimting gleðinnar yfir að fá að vera til. Bestu kveðjur frá okkur Kimi, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online