Friday, December 28, 2007

 

Naddur.

Naddurinn nístir inn að beini utandyra. Hér komst frostið í 12 gráður í nótt og þegar vindurinn nær sér á strik verður óskemmtilegt að dvelja utandyra. Líklega dregur úr þessu í dag og hitastigið yfir frostmarkinu um áramótin.
Eftir allt kjötátið fékk ég steinbít í kvöldmatinn í gærkvöldi. Vinur minn og frændi, Pjetur Hafstein Lárusson, bauð í mat og spjall. Ekki frá því að ég hafi komið mun gáfaðri heim aftur. Við erum of fastheldin í matarvenjunum. Það er mikið af úrvalsfiski á boðstólum.Samt étum við yfirleitt ýsu. Steinbítur er sérlega ljúffengur. Bestur er hann þó hertur. Eldrauður með lýsið vellandi úr sér.
Ég er einn að störfum hér. Frekar rólegt en tíminn æðir samt áfram. Skálka hér klukkan 5 og ætla að hafa það náðugt næstu 4 daga. Mæti svo galvaskur til starfa á nýju ári. Kvíði því ekki og vona að það verði sem flestum gott og gjöfult.Bestu kveðjur frá okkur rauðliðum, ykkar Hösmagi.

Comments:
Og bestu kveðjur frá Edinborg! Sölvi og Helga
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online