Friday, December 14, 2007

 

Miðbær.

Það eru örugglega fáir sem sakna húsanna sem voru jöfnuð við jörðu í miðbæ Selfoss í sumar. Gamla sláturhúsið var orðið heldur hryggt. Mér fannst reyndar þægilegt að versla í Krónunni, en það var nú aldrei nein reisn yfir húsinu. Nú þegar árið er senn á enda hefur ekki verið tekið almennilega til á lóðunum. Fullt af drasli. Skýringin gæti verið sú að bæjarstjórnarmeirihlutinn vilji hafa þetta svona. Þá getur maðurinn með ofurheilann, forsetinn sjálfur, haldið áfram að taka myndir af bílhræjum og óþrifnaði til að réttlæta skýjaborgirnar sem hann vill reisa þarna.Þessum snillingi hefur nú þegar tekist að þurrka nánast allt fylgið af VG hér á staðnum. Flokksins, sem kennir sig við umhverfisvernd og réttlæti.Forysta flokksins leggur blessun sína yfir gerðir Jóns forseta með þögninni. Með því tekur hún fulla ábyrgð á gerðum hans. Uppskera flokksins hér og í kjördæminu mun verða í samræmi við það í næstu kosningum. Eftir að hafa unnið bæjarfulltrúa hér í Árborg og náð inn þingmanni í þingkosningum blasir hrunið við flokknum.Það sannar að þegar útsæðið er gallað verður uppskeran rýr. Mér er hulin ráðgáta hvernig flokksforustan getur látið þetta gerast. En mér er orðið sama. Löngu orðinn flokkslaus maður vegna afglapans sem nú baðar sig í faðmi jafnoka sinna í bæjarstjórnarmeirihlutanum. Ég vona að næst fáum við meirihluta sem vinnur fyrir alla íbúana en ekki bara fyrir útvalda.

Nú er stund milli stríða í veðurfarinu. Kári hefur hægt um sig og við Kimi fjallhressir á laugardagsmorgni. Ryksuga, tuskur, kústar og klútar tilbúin til orustu við skít og skúm. Bara ein vika eftir í vetrarsólstöður og jólafrí.Eftir mótbyr síðustu vikna blæs vel í segl Hösmaga nú. Allt að komast í góðar skorður á ný. Það er ljúft og gott. Bestu kveðjur frá okkur rauðliðum, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online