Tuesday, December 11, 2007

 

Óféti.

Ég hafði nú rétt lokið morgunpistlinum þegar óvænt uppákoma varð hér í Ástjörn 7. Friðurinn var skyndilega rofinn og það fauk hreinlega í mig. Það gerist þó afar sjaldan. Mitt kæra rauðskott var að sniglast hér eins og vanalega. Brá sér aftur út og fljótlega heyrði ég einhver ámátlegustu vein sem ég hef heyrt. Ég var snöggur út. Eins og eldflaug. Þar var þjófótta kvikindið á góðri leið með að gera út af við fóstursoninn. Mér er illa við ofbeldi. Þetta ódó hafði bitið vin minn í aðra afturlöppina og hárflygsur svifu allt um kring. Hann sleppti þó takinu og flýði af hólmi þegar ég birtist. Og rauðskotti var hjálpinni feginn.Skaust innum dyrnar hálffrávita af skelfingu. Og draghaltur eftir þessa fólskulegu árás. Þó ég titli mig kattavin þá hugsa ég þessari ofbeldisskepnu þegjandi þörfina. Helst vildi ég finna leið til að hrekja hana endanlega á brott frá hýbýlum okkar Kimi. Gluggar lokaðir hér í bili. Reyni að upphugsa góð ráð í dag. Ódóið fær að finna til tevatnsins ef ég næ taki á skotti þess. Kalt vatnsbað gæti líklega vanið það af slíkum fólskubrögðum. Kimi fær rækjur í kvöld. Ekki nokkur spurning.Og ég ætla að vera á varðbergi og halda uppi njósnum um þenna stórglæpakött. Þjófur og fantur. Uss, uss. Meira síðar,
ykkar Hösmagi.

Comments:
Ljótt er að heyra þetta, en víst að ekki hafa allar skepnur af kattkyni í Ástjörn 7 hlotið jafn blóðugt uppeldi og ófétið.
 
Ég hef nú ekki orðið var við djöfsa síðan í gær.Raikonen var nú nokkuð brattur í morgun og nú líklega í haganum hér sunnan við blokkina, enda dásemdarveður.Kemur vonandi áður en ég held til starfa.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online