Friday, December 07, 2007

 

Fiskur.

Ég er fiskur. Stórlax, eins og ég hef sagt hér áður.Í fiskamerkinu miðju. Mér finnst líka ákaflega skemmtilegt að veiða fisk. Fiskur er sérstaklega ljúffeng fæða. Ég eldaði nætursaltaða ýsu í gærkvöldi. Við Kimi átum næstum á okkur gat.Á síðustu árum hafa menn sparað saltið meira en áður við verkun á fiski. Þessvegna getum við Kimi nánast étið af sama diskinum. Svo hef ég heyrt að fiskát auki gáfur fólks. Og hreysti. Það er stór bónus einnig. Þó nú sé dimmt og kalt og viðri ekki til stangveiða er hugurinn stundum á bökkum árinnar góðu. Ég veit heldur ekki hvar himbriminn heldur sig nú. En við hittumst aftur næsta sumar. Það er alveg pottþétt.Við vötnin fögru, sem hafa heillað mig frá því ég sá þau fyrst fyrir margt löngu. Eftir nokkrar erfiðar vikur líður mér nú miklu betur. Ég hef oft talað hér um hina endalausu bylgjuhreyfingu lífsins. Tinda og dali. Toppa og djúpar lægðir.Þetta hefur alltaf verið svona og það verður engin breyting á því. Þó ég hafi nú ekki sofið alveg nóg held ég hress til starfa á eftir. Gott að eiga svo 2ja daga frí. Ætla að nota helgina sem best hér heima fyrir. Í pappírsvinnu og heimilisstörf. Lax og urriði fóru í reykhúsið í gær. Farinn að rifja upp handeringarnar á lærinu ljúfa. Pækillærinu, sem sterk hefð er fyrir á þessum bæ. Sannkallað sælkerafæði.

Frostið er um 5 gráður. Við vinir búnir að viðra okkur. Ég held áhyggjulaus til starfa. Langflottasti kötturinn á Selfossi gætir bæjarins á meðan. Við sendum báðir bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online