Friday, November 09, 2007

 

Vika...

er ekki langur tími. Ekki í pólitík, bloggi, heimspeki eða mannfræðum. Ég hafði nánast í heitingum við MS fyrir þögnina. Stundum þarf bara særingar eins og nornirnar nota. Þó minn ágæti MS hafi nú ekki verið fallinn í ónáð og gerður að yfireiturbyrlara austur í Síberíu þá er ég bara nokkuð hress með að vita hann enn meðvitaðan um ritsnilld föður síns. Bíð að sjálfsögðu afar spenntur eftir næstu viðbrögðum. En ég hef engan kínverja í vasanum núna. Til að sprengja svo allt fari í háaloft. Enda enn langt í Gamlárskvöld.
Það var ósköp notalegt að yfirgefa vinnustaðinn nú síðdegis og koma heim í 2ja daga frí. Raikonen á verði sem jafnan fyrr. Ég hef nú unnið í einn mánuð eftir hremmingarnar. Gengið nokkuð vel en þetta er nú ekki minn uppáhaldsárstími. En allt þokast. Hann verður örugglega við á næsta ári. Vonandi á réttum stað á réttum tíma. Ég hlustaði í gærkvöldi á viðtal við Bubba Mortens. Hann er að gefa út bók. Ég er ákveðinn í að glugga í hana áður en ég kaupi hana. Það sem höfðaði sérstaklega til mín var óðurinn til náttúrunnar. Stundum er lóuungi, himbrimi, eða bjarminn yfir fjallinu miklu meira virði en fiskurinn sem þú reynir að veiða. Ég hef oft notið tónlistar Bubba. En ég hef líka oft velt fyrir mér hvað er á bak við hana. Snilld, heilabú af stærð við lítið egg eða eitthvað þaðanafmeira. Nægilegt rugl að sinni. Bestu kveðjur frá okkur Rækjunen, ykkar Hösmagi.

Comments:
Já, maður var satt að segja orðinn nokkuð undrandi á þessu "bloggfríi" Hösmaga gamla, en nú er lífið aftur dásamlegt. SBS
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online