Monday, November 19, 2007

 

Sár og tár.

Ég hef stundum minnst á það hér að ég hóf þessa bloggiðju í útlöndum. Ekkert bloggað frá útlöndum síðan. Margt á dagana drifið frá fyrstu færslunni.. Stundum hefur þessi iðja nálgast þráhyggu. Þó aðallega verið til að skemmta sjálfum mér. Einskonar hluti af tilveru gamals veiðirefs, sem býr einn með ketti sínum og líkar það nokkuð vel. Ég hef oft hugsað til þess að nú sé nóg komið. Ekki vegna þess að ég hafi ekki gaman af þessu lengur. Ein vinkona mín sagði eitt sinn að það væru einkennilegir karakterar sem héldu dagbók um sjálfan sig á netinu. Sennilega alveg rétt. Ég hef þó reynt að halda mig innan svona venjulegra siðferðismarka. Ég hugsa að flestir sem hafi lesið þessa pistla geti tekið undir það. En það hefur komið fyrir að ég hafi fengið salt í ógróin sár. Það er bara vont og getur kallað fram tár. Skrápurinn ekki alltaf nógu harður. Sérílagi nú um stundir eftir nýja reynslu af lífinu. Þú breytir ekki eðli þínu á einu kvöldi. Eg er enn samur og jafn og ætla að halda áfram á sömu braut. Fagna hverjum degi með nýjum væntingum, þrám og lífsgleði. Bjartsýninni og þakklætinu fyrir að sleppa fyrir hornið. Enn eitt. Ég hef alltaf talið mig vera heppinn mann. Held að svo sé enn. Treysti á það og trúi því staðfastlega.
Og svo þetta venjulega. Raikonen búinn að viðra sig rækilega og lúrir nú í gamla stólnum. Hugur fóstra hans á svolitlu reiki. Loka glugganum svo hinn óboðni þjófur komist ekki inn til að vekja okkur fósturfeðga. Bestu kveðjur frá okkur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Já, megirðu halda sem lengst áfram að blogga. Allt of margir hafa gefist upp á blogginu og ég sársakna til dæmis færslna frá Sölva og Helgu Soffíu.
Sendi þér nokkra sólargeisla og örfáar plúsgráður héðan úr suður-amerísku hitamollunni.
 
Þakka kveðjuna, nafni minn góður. Sólin og gráðurnar vel þegnar.Jörð er að hristast hér nú um stundir.Það glamraði hér vel í glerjum um kvöldmatarleytið. Þó var sá stærsti ekki nema 3 á R. Vonandi færist rólyndið yfir jarðskorpuna brátt. Enda höfum við hér bæjarstjóra sem kann á þetta allt. Bestu kveðjur suður á bóginn.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online