Wednesday, November 14, 2007

 

Kyrrð og myrkur.

Hér er nú 1 gráða í plús. Nokkurnveginn logn svo það er eiginlega ekki hægt að kvarta yfir vetrarveðrinu 14 nóvember. Hálfgerður drungi yfir öðrum rauðliðanum á bænum en hinn þrælsprækur að venju. Er að læðupokast hér í kring um mig eftir að hafa farið út að hnusa af morgunkælunni. Þó ég vilji nú síður byrja jólin um miðjan nóvember skal ég fúslega viðurkenna að jólaljósin sem senn kvikna hér lýsa upp myrkrið. Þó snjórinn lýsi einnig upp vona ég að það verði langt í hann. Enda er hann bara til óþurftar. Ef veðrið helst í þessa veru ætla ég að verða sáttur. Svolítið vonsvikinn yfir úrslitum kosninganna í Danmörku í gær. En Danir ráða sínum málum sjálfir. Munu væntanlega halda áfram samvinnu við Bush og félaga í Írak. Nú liggur fyrir að góðverkin sem þar hafa verið unnin s.l. 4 ár hafa kostað Bandaríkjamenn 1.500 milljarða dala. Og 4 milljónir Íraka á vergangi fyrir utan mörghundruðþúsund fallna. Og við þegjum flest hér. Davíð og draugurinn jafnvel þagnaðir. Nú er aðalspursmálið um hver jólagjöfin verður í ár. Samkvæmt spám kaupmanna verður aukningin í jólaversluninni 9,4% Líklega heldur meiri en í Írak.

Þetta er nú líklega ekki fallegur morgunpistill. En Hösmagi er að vakna aftur af drunga undanfarinna daga. Vís með að halda bloggpistlum sínum áfram á næstu dögum. Af nógu að taka. Bæjarstjórnarmeirihlutinn mun enn vera til hér. Og Landsvirkjun. Við sjáum hvað setur. Nú er að drífa sig til daglegra starfa, bestu kveðjur frá okkur Kimi, ykkar Hösmagi.

Comments:
Já, þú ættir e.t.v. betur heima hér í birtunni og snemmsumrinu í Santiago. Sammála þér um snjóinn. Það er eins með hann og dönsku ríkisstjórnina: Ég er á móti honum.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online