Tuesday, November 27, 2007

 

Fátt eitt.

Svona til að róa mína fáu, en tryggu lesendur, þá er ég nú sæmilega brattur í dag. Veikindi á vinnustað og því meira álag á þeim sem eru uppistandandi. Skrapp upp á Skeið fyrir hádegi. Hálka og ísing og eins gott að fara með gát. Og ekki síður þegar stigið er út úr bílnum. Það reyndi ég á sjálfum mér fyrir nokkrun árum þegar ég féll við slík skilyrði. Hálfbraut á mér einn fingurinn og fingurmein eru stundum langvinn. Allt gekk þó vel í dag , enda var ég meðvitaður um veðurfarið þegar ég fór að heiman í morgun. Stéttin hér fyrir utan, stiginn niður og planið eru varasöm. Þetta er hluti af dálæti mínu á birtu og yl sem ég hef svo oft talað um að ég taki framyfir myrkur og kulda. Engin ný sannindi, en jafn sönn og áður. Ég fer nú ekki strax í bælið þó ég sé oftast kvöldsvæfur. Minna gaman að vakna fyrir allar aldir nú en á björtum sumarnóttum. Kimi er nú alveg slakur og mókir á sínum stað að venju. Hefur ekki áhyggjur af neinu og er alveg meðvitaður um návist fóstra síns.
Stundum er það svo, að bloggáráttan víkur til hliðar í nokkra daga. Kannski segi ég bráðum frá dularfulla reykskynjaranum í Ástjörn 7. Það væri alveg efni í heilan pistil. Hann bíður um sinn. Bestu kveðjur frá okkur Kimi, ykkar Hösmagi.

Comments:
"Dularfulli reykskynjarinn og músin sem dó" æsispennandi bloggpistill frá hinum hárbeitta og eitraða bloggara Hösmaga Sigurðssyni, "l'auteur par excellanse" eins og franska rökkurakademían lýsti honum á dögunum - væntanlegur í bloggheima um helgina! Látið hann ekki framhjá ykkur fara! Aðdáendur Hösmaga Sigurðssonar verða ekki sviknir!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online