Wednesday, November 14, 2007

 

Biðstaða....

á hreyfingu í rétta átt. Það rignir aðeins en hitastigið nokkrar gráður. Búinn að fara út og ganga heilmikið. Myrkrið er jafnsvart en þetta var samt góð hreyfing og lyfti sálartetrinu líka í leiðinni. Þjófur á nóttu vakti mig klukkan 4. Matargatið sem læðist hér inn þegar færi gefst. Ég er viss um að þessi kattarafmán fær nóg að éta heima hjá sér. En sumir eru bara þannig að þeim finnst gaman að fiska innan landhelginnar. Í lokuðu og friðuðu hólfi. Ég rak djöfsa á brott. Mér var ómögulegt að sofna aftur. Einhverskonar drungi og kvíði hefur verið að trufla gamla veiðirefinn nú um skeið. Það hefur verið biðstaðan sem nú er komin á hreyfingu í átt til hins betra. Ég hef þó ekki misst úr vinnudag síðan ég byrjaði að vinna aftur eftir spítalavistina. Þessi sífellda þreyta er pirrandi en ég veit að hún mun hverfa smátt og smátt. Kannski hef ég sagt það hér 100 sinnum að rólyndi hugans er mér mikilvægast af öllu. Ef það er til staðar eru allar leiðir greiðfærar. Engin svefnvandamál og ég hlakka til morgundagsins. Ég er kominn hálfa leiðina og er sáttur með það.

Ég á heilmikið ósagt um bæjarstjórnarmeirihlutann. Vítahringinn, sem ríkisstjórnin og yfirnagarinn þenja nú út yfir þjóðina. Lymskubrögð Landsvirkjunar, sem ætluð eru til að blekkja almenning. Þau koma þó upp um hana og sanna reyndar margt af því sem ég hef sagt hér áður um raforkuverð. Og ýmislegt fleira.Það verður rifjað upp fljótlega þegar ég hef náð mínum fyrri styrk. Kærar kveðjur að sinni frá okkur Kimi, ykkar Hösmagi.

Comments:
Menn hafa löngum fundið ýmis ráð til auka á kvíða sinn og þreytu, og þarf ekki mikið til þegar menn eru að ná sér af veikindum. Til að ná fyrri styrk þarf að vinna að batanum, ekki gegn honum.
 
Allt sem gerist á sér rætur.Kvíði og þreyta einnig. Ég er himinlifandi yfir ástandinu eftir veikindin. Tel mig hafa unnið að því.Ekki gegn því. En ég hef oft sagt það í pistlum mínum hér hve mikilvægt það sé fyrir mér, að menn standi við orð sín. Orð sem ég treysti.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online