Saturday, October 20, 2007

 

Tíðindi.

Ég sá það á moggavefnum hér áðan að Birna Þórðardóttir hefði sagt skilið við VG. Sagt sig úr flokknum. Það kemur mér þó alls ekki á óvart. Birna hefur verið einörð baráttukona fyrir mannréttindum og jöfnuði í áratugi. Mér dettur líka í hug herseta kananna hér, Víetnamstríðið og glæpaverkin í Írak.Líklega eigum við Birna margt sameiginlegt þó ég vilji nú síður hæla sjálfum mér mikið í alvöru. Við erum örugglega fleiri á vinstri kantinum sem höfum efasemdir um það sem VG er að gera í höfuðborginni. Þegar fulltrúi spillta flokksins komst ekki lengra með íhaldið brosti hann bara til Svandísar og hún lét til leiðast. Magga var að sjálfsögðu til í hvað sem var. Enda að sumra mati umkomulaus og umboðslaus flækingur. Kosinn sem varamaður fyrir flokk sem hún hefur sagt skilið við fyrir löngu og er nú varaformaður í enn einum flokknum. Kannski vorkunn þegar vondir menn voru búnir að stela flokknum frá pabba gamla. Er Steingrímur formaður ánægður með þessa þróun? Hann hefur löngum ekki haft mikla ást á framsóknarflokknum. Ekki beinlínis verið að skafa neitt utan af hlutunum þegar hann hefur beint orðum til fylgismanna þessa gamla steingerða flokks.Hann er kannski sama marki brenndur eins og svo margt fólk sem enn lafir í þessum flokki. Brennir af hverju vítinu á fætur öðru. Mér finnst það hroðalegur afleikur í þessari refskák sem pólitíkin er, að nota ekki tækifærið til að losna við Björn Inga. Það er þó dagljóst að hann hefur í raun engin pólitísk markmið önnur en kjötkatlastefnuna. Fyrir sig og vini sína. Nýi borgarstjórinn brosir breitt. Þar er líka það sama uppá tengingnum og í ríkisstjórninni. Völdin ein nægja SF prýðisvel. Ég ætla ekki að tíunda neitt af því sem SF hefur svikið af kosningaloforðum sínum. Þá yrði þessi pistill allt of langur. Ég ætla að senda Birnu Þórðardóttur mínar bestu kveðjur. Sannar baráttukveðjur. Kannski kemur hún bara í Þrettándaflokkinn þegar hann verður stofnaður? Það er gott að enn skuli vera til fólk á Íslandi sem ekki er tilbúið að kasta sannfæringu sinni og lífsskoðun beint á ruslahaugana fyrir nokkrar baunir á disk.

Nú ólga norðlensk bjúgu og rauðar íslenskar í maga skrifara. Hösmagamaga.Það er hinn notalegasti ólgusjór . Raikonen kemur hér stökkvandi innum gluggann. Hann veit nokk hvað tímanum líður. Stutt í tímatökurnar í formúlunni. Við fylgjumst vonandi með nafna hans stinga keppinautana af. Kveðjur frá okkur rauðliðum, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online