Tuesday, October 30, 2007

 

Réttlætið.

Þó nauðungarsjónvarp allra landsmanna sé nú bara bölið eitt þá horfi ég nú stundum á það. Ég var að hlusta á frétt um að kóngurinn, emírinn, soldáninn eða andskotinn af Sádi Arabíu væri allt í einu kominn í heimsókn til Elísabetar. Með stóran flugflota, 30 eiginkonur, 25 börn, her lífvarða og óskaplega mörg barnabörn. Rosalega flott og herþotur hennar í oddaflugi til að fagna þessum góða gesti. Ég átti einu sinni eiginkonu og þrjú börn með henni. Leiðir skildu og það er bara allt í besta lagi, enda þekki ég þau öll enn og sambandið ágætt. En enga hef ég konuna í dag. Kemst samt af. Emírinn af Selfossi er vart eftirsóknarverður í samanburði við allar konur emírsins sem að sögn sjónvarpsins sanna og eina er er 82ja ára að aldri.Kannski verð ég búinn að breyta um trú og orðinn svo rosalega sexí þegar ég kemst á hans aldur að ég muni barna hverja þá kerlingu sem á vegi mínum verður.
En þetta er bara enn eitt dæmið um réttlætið. Ég er enn í þjóðkirkunni aðallega vegna þess að ég hef ekki haft nennu til að segja mig úr henni. Rétt bara si svona, ykkar Hösmagi.

Ef einhver hefur haldið að ég gæti skrifað eitt eða neitt á þennan vef án Kimis þá er það ekki rétt. Við erum hér báðir. Bestu kveðjur. ykkar Hösmagi.

Comments:
Ég sagði mig úr Þjóðkirkjunni hér um árið vegna hómófóbíunnar þar á bæ og nú á ég konu og meira að segja barn líka.
Gafst því vel í mínu tilviki.
 
Ágæti Sölvavinur. Mér finnst alltaf jafnvænt um kommentin frá þér.Nýbúinn að lesa heil ósköp af pistlunum þínum. Við erum stundum sammála í pólitíkinni og stundum ekki.Það eina vitræna, sem ég hef heyrt frá Hannesi, er að það sé rétt að sameina íhaldið og framsókn. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi bara verið tómur misskilningur. Kannski lifum við það báðir að geta kosið stóra vinstri flokkinn. Bestu kveðjur til ykkar 3ja. Þinn Hösmagi.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online