Monday, October 15, 2007
Hugsjónir eða spilling ?
Ég hef verið að velta því fyrir mér eftir atburði síðustu daga í pólitíkinni og reyndar frá síðustu kosningum hvar við erum eiginlega á vegi stödd í stjórnmálum. Upphafsmenn stjórnmálaflokkanna voru flestir hugsjónamenn sem börðust fyrir þeim einum. Nú er öldin önnur. Það virðist vera orðin undantekning með fólkið sem nú er í sveitarstjórnum og á þingi sé annað en pólitískir potarar sem hugsa um fátt annað en að hagnast sjálfir á veru sinni þar. Svo þegar þetta lið nennir ekki vafstrinu lengur, eða er búið að stela nógu miklu, vill það þægilegt djobb hjá ríkinu. Starfslokasamninga, há eftirlaun o.s.frv. Þarna er enginn stjórmálaflokkur undanskilinn. Að vísu meira áberandi í sumum en öðrum. Og nú þykir sjálfsagt að forsetinn sé á þönum í öllum heimsálfum til að greiða fyrir útrásinni. Og fararskjótar hans eru einkaþotur auðmannanna sem aldrei munu fá nóg. Þeim var afhentur allur fiskurinn í sjónum. Þeir fengu bankana fyrir smotterí. Símann líka.Þeir eru nú þegar komnir með tangarhald á hluta af orkulindunum. Og munu ekki unna sér hvíldar fyrr en þeir hafa náð yfirráðum yfir þeim öllum. Græðgin hefur engin takmörk. Hún virðist geta vaxið endalaust. Auðlindir okkar, allt vatnið, fiskurinn í sjónum, hugvitið og mannauðurinn gætu dugað okkur vel til þess að við öll værum fær um að hafa það þrælgott. En þegar mikið af öllum þessum auði er á fárra manna höndum mun það ekki verða þannig. Allar umönnunarstéttir landsins eru á smánarlaunum. Elli og örorkulífeyrir ekki beinlínis til að hrópa húrra fyrir. Svo eru orðnar til aðrar stéttir sem þurfa þyrlupalla við sumarhallirnar. Einkaþotu til að skreppa í leikhús í London. Fjármagnaðar m.a. með okurvöxtunum sem almúginn verður að greiða fyrir að búa í mannsæmandi húsnæði. Enda fleiri íbúðir seldar nauðungarsölu nú en nokkru sinni fyrr í Íslandssögunni. Hösmagi er ekki ánægður með þessa stöðu. Og því miður hefur hann heldur engan stjórnmálaflokk til að styðja lengur. Hann vonar samt sem áður að það geti hugsanlega orðið aftur áður en hann yfirgefur táradalinn. Það þarf að ráðast gegn spillingunni. Sóuninni og auðmannadekrinu. Hætta að afgreiða fólk sem gagnrýnir núverandi þróun og ástand með því að það sé bara öfundsjúkt úrtölulið. Kannski leggst okkur eitthvað til.
Nú andar af norðri og loks að verða bjart. Vinnudagur framundan og við Raikonen vel útsofnir.Kaffið uppdrukkið og hafragrauturinn bíður til hádegis. Róleg helgi liðin og batinn er á réttri leið. Bestu kveðjur frá okkur Kimi, ykkar Hösmagi.
Nú andar af norðri og loks að verða bjart. Vinnudagur framundan og við Raikonen vel útsofnir.Kaffið uppdrukkið og hafragrauturinn bíður til hádegis. Róleg helgi liðin og batinn er á réttri leið. Bestu kveðjur frá okkur Kimi, ykkar Hösmagi.
Comments:
<< Home
Já, þetta er bölvað svínarí allt saman, það er rétt. En það er þó ekki búið að einkavæða blíðviðrið, því ber að fagna! Kveðjur frá Berlín, Sölvi og Helga
Talaðu varlega Helga mín. Ef Jón forseti fréttir af þessu með blíðviðrið væri hann til alls vís. Eins og ég hef haldið fram er honum fátt ómögulegt. Sennilega kemur að því að lokum að hann finni upp niðursuðurdósina. Við Kimi eru alveg rosalega hressir núna. Sjáumst bráðlega. Hösi.
Post a Comment
<< Home