Saturday, October 27, 2007

 

Fíkn.

Fíkn mannskepnunnar er alþekkt. Eiturlyf margskonar, brennivín, tóbak og þarframeftir götum. Kynlíf, matur, græðgi og jafnvel morðæði. Og við skulum ekki gleyma matnum. Ofát fellir fleira fólk á vesturlöndum en flest annað. Lífsstíllinn hefur breyst. Flestir borða óhollari mat en áður var. En það virðist ólíkt hvað höfðar til hvers og eins. Minn ágæti fyrrverandi mágur, Guðmundur B. sagði eitt sinn við mig. Þú ert bara ágætur náungi. Enn stærsti gallinn á þér er sá að þú ert ekki nógu mikill matmaður. Þetta var að sumu leyti rétt. Hef alla tíð verið fremur hófsamur á þessu sviði. Yfirleitt ekki séð ástæðu til að borða meira af góðum mat þegar ég er orðinn mettur. En það var alltaf ljúft að neyta matar með Gúnda. Glasið líka oft við höndina, þó oftast í hófi. Einhverntíma skrifaði ég pistil hér á blogginu sem hét Sól og ostur. Nú gæti hann heitið fyrsti vetrardagur með Óla gamla. Í fyrradag keypti ég mér 374 grömm af þessu fína stöffi. Nú er það að klárast og búið að loka búðinni. Nýir eigendur að þessari gömlu verslun og verðið hækkaði að sjálfsögðu. Einkavæðingin kostar okkur mikla peninga. Og það sem er dæmigert við mjólkurbúðina á Selfossi er sérstakt. Þar fæst ekki lengur nein mjólk .Allt á sama veg, græða meira og miklu meira,

Líklega eru nú margir af fáum sem lesa bloggið mitt orðnir pínu þreyttir á að Raikonen kúri í gamla stólnum. En það er nú samt svo. Og ég kann bara ágætlega við það Kveðjur frá okkur. Ykkar Hösmagi.


Eptirskriptum. Stundum komu komment frá eldri syninum. Eg nenni nú ekki að telja hvað er orðið langt síðan. Kommon Maggi, Begga og allir hinir. Svo er bústaður 55 m2 falur fyrir slikk. Lóðin undir kærleikskotið er enn í eigu gamle far.

Comments:
já kommon allir, ég sendisæberútgáfu af langaafa ólagamla, 623 grömm og 43 milligrömm, með þessu kommenti. slík sending dugar til að fylla 55 m2 kærleikskot höfugum ilmi. kveðjur úr kvosinn, sössi
 
Flottasta kemmentið í langa tíð. Bíddu aðeins. Hvernig er með Guðrún Önnu og tvíburana. Hélt að þau hefðu lifað af slysið í Noregi. En allir eru nú kaldir. Hrólfsstaðabóndinn var bara með 29,5 eftir blosskeppni feðganna í Radíó Selfoss. Apótekarakkrísinn varð til þess að þeir lifa báðir enn. Hrólfsstaðir gleymdir með öllu.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online