Tuesday, September 11, 2007

 

Millur.

Þær eru margar milljónirnar sem skipta um eigendur svona annað slagið hér á landi. Slatti af mönnum hér sem hafa lagt fyrir sig stjórnmál til að láta gott af sér leiða. Eins og það heitir á þeirra eigin máli. Og nokkrum hefur tekist það. En hængurinn á ráðslagi þeirra er sá að það eru bara þeir sjálfir sem njóta ávaxtanna. Orðnir að margmilljarðamæringum á örfáum árum. Einn var að láta frá sér hlut sinn í Icelandair Group nýlega. Hann lýsti því yfir að hann væri " sæmilega sáttur" Bara þessi litli hluti af góðverkum hans við þjóðina gefur honum milljón á mánuði í 33 ár. Verkamaðurinn yrði meira en hálfa aðra öld að vinna fyrir þessum aurum. Þetta er þjóðfélagið sem Hannes H. og hans líkar dásama sem hæst. Þjóðfélagið sem státar af hinni nýju stétt sem er aðeins jafnari en við hin. Atvinnumennirnir í pókernum sem spilaður er nú um stundir hafa engar áhyggjur af neinu. Enda eru þeir með allt sitt á þurru. Með mánaðartekjur á við 100 verkamenn og spila ekki einu sinni með sitt eigið fé. Ef illa tekst til í spilamennskunni bitnar það á öðrum en þeim sjálfum. Það eru þeir löngu búnir að tryggja. Verðtryggingin og okurvextirnir hér á landi eru þeim ekki áhyggjuefni. Þeir eru sífellt í útrásum og innrásum hér og þar. Árásum mætti nú kannski kalla það öllu heldur. Og takmarkið er að sölsa undir sig allar sameiginlegar eigur þjóðarinnar. Þeim hefur miðað nokkuð vel í þeim efnum á síðastliðnum 12 árum. Og ekkert sem bendir til annars en að sú þróun muni halda áfram. Meðan þjóðin trúir á falska fána og lætur draga sig í dilka eins og sauðfé að hausti mun ekkert breytast. Því miður erum við alltof fá sem sjáum þetta. Mín von er sú að augun muni opnast áður ern það verður of seint.

Ég var á ágætum fundi í gærkvöldi. Þar var hvorki rætt um hina nýju stétt né bæjarstjórnarmeirihlutann. Þetta var góður fundur fyrir mig. Held að ég hafi bara komið heim betri maður. Ég segi ykkur frá þessum fundi seinna. Það er kyrrð yfir bænum. Fallegt þó það hausti að. Raikonen sefur hér í horninu fyrir aftan mig. Setti litla ullarteppið sem þau skáldið mitt og Helga gáfu mér undir dýrið mitt. Gamla góða rólyndið yfir okkur báðum. Hlakka til dagsins og ég veit að hann verður góður. Við Kimi sendum ykkur að venju bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online