Saturday, September 15, 2007

 

Það er gott.......

að búa í Kópavogi. Að sögn bæjarstjórans. Hann hefur nú hlustað á íbúana. Kannski hafa flokksbræður hans haft áhrif í þá átt. Hann lýsti því yfir í gær að nú hefðu áform um hafnarframkvæmdir á Kársnesi verið blásin af. Það yrði reynt að ná sátt um nýtt skipulag sem flestir eða allir geta sætt sig við. Kannski er það borin von að hið sama geti gerst hér á Selfossi. Hin óskiljanlega þráhyggja meirihlutans hér er sterk. Hvernig væri nú að félagar í VG hér reyndu að hafa áhrif á yfirvitringinn? Sem fyrir síðustu kosningar sveikst aftan að heiðarlegu fólki með fagurgala og handaböndum og framkvæmir svo allt annað en hann lofaði. Hann mun að sjálfsögðu alls ekki segja af sér. Virðist ekki hafa áhyggjur af smámunum eins heiðarleika og siðferðiskennd. Enda vinnubrögðin öll í samræmi við það. Hann birti t.d. mynd af miðbænum eins og hann lítur út í dag eins og hann kallar það. Og myndin var af gömlu ónýtu bílhræi sem hann var svo heppinn að finna einhversstaðar. Hræið er þó reyndar miklu fallegra en Hótel Selfoss.Eru félagar hans í VG bara aumingjar upp til hópa? Hér stendur til að framkvæma óendurkræf skemmdarverk. Byggja hús fyrir mannfjandsamlegt samfélag. Hús sem nú er verið að mölva til grunna í nágrannalöndum okkar vegna reynslunnar af þeim.Þessi áform eru með þvílíkum ólíkindum að þau eiga heima í heimsmetabókum. Það á að blása þessa skipulagstillögu út af borðinu strax. Byrja á núllpúnkti og ná sátt um nýjan miðbæ. Jafnvel maður eins og Gunnar Birgisson sér svo augljósa hluti og breytir í samræmi við það. Pre frá mér fyrir það. En líklega er meira vit í kolli hans en allra vitringanna 5 til samans. Hvernig í ósköpunum lentum við í því að sitja uppi með þessa fáráðlinga? Blinda og heyrnalausa. Sjálfumglaða og hrokafulla. Það skilur varla nokkur ærlegur maður.

Við Raikonen vökum. Hitinn um núll gráður. Dimmt og kyrrt. Nafni hans á ráspól í formúlunni í dag. Við erum kátir með það og ætlum að fylgjast með. Þetta verður notalegur dagur í rólegheitum heima. Við vonum að hann verði líka notalegur fyrir ykkur öll. Með næturkveðju, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online