Saturday, August 18, 2007

 

Vangaveltur.

Stundum getur verið gott að setjast niður og velta fyrir sér lífinu og tilverunni. T.d. á fallegum laugardagsmorgni. Nokkuð kalt í nótt en nú er sólin komin hátt á loft og hitastigið að hækka.Kimi situr hér á borðinu og malar. Finnst skárra að hafa fóstra sinn heimavið. Þiggur eina og eina stroku og virðist ánægður með það. Það er svo sem lítið í fréttum. Vond ríksstjórn og afleit bæjarstjórn. Nú er nýbúið að eyða 45 milljónum í stríðsleik með könum, norðmönnum og einhverjum fleirum. Þetta eru einhverskonar montlæti. Fretað af byssum útá sjó og miklu bensíni brennt. Svo kemur yfirlýsing frá yfirvöldunum um hvað þetta hafi verið vel heppnað og skilað miklum árangri. Allt er þetta þó yfirmáta fáfengilegt. Skilar engu og væri betur látið ógert og peningarnir notaðir til þarfari og gagnlegri hluta.
Nú er laxveiði í Eystri-Rangá komin yfir 3.000 laxa og 1.745 eru komnir úr Ytri-Rangá. Það er mikið eftir af veiðitímanum svo það stefnir í metár. Þetta er gott dæmi um hverju hafbeitin getur skilað ef vel er að verki staðið. Sannkölluð veisla fyrir þá sem nú eru að veiða í ánum. Ég held að metið í Eystri-Rangá sé 4.222 laxar. Svæðið er reyndar stórt og líklega veitt á nokkuð margar stangir. Þetta yljar gömlum veiðiref um hjartarætur.
Ekki er annað vitað en bæjarstjórnarmeirihlutinn sitji fastur við sinn keip. Stórt auglýsingaskilti komið upp við brúarsporðinn um dásemdirnar sem við eigum í vændum. Það er ekkert minnst á blokkir. Torg garðar og mannlíf heitir það. Þessu fólki er alls varnað. Það hlustar ekki á nein rök og fer sínu fram hvað sem tautar og raular. Meirihluti sem ekki hlustar á íbúana er einfaldlega slæmur. Jafnvel Gunnar Birgisson í Kópavogi lofar að taka tillit til íbúanna sem nú mótmæla þar.
En vitringarnir okkar þurfa ekki að hlusta. Þeirra er mátturinn og þeirra er dýrðin. En það á reyndar mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en þessi ósköp verða að veruleika. Við andófsmenn höfum ekki gefist upp.

Nú er komið blankalogn hér í Ástjörn og við hæfi að renna út fyrir á og kíkja eftir veiðimönnum. Bestu kveðjur frá okkur Kimi, ykkar Hösmagi.

Comments:
Nú hefur bæjarstjórnin samþykkt að Ölfusá renni bara í ákveðinni hæð svo hægt sé að hafa tveggja hæða bílakjallara undir nýja miðbænum!
 
Þessi samþykkt er í samræmi við máttinn og dýrðina. Þessu fólki er ekkert óframkvæmanlegt.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online