Sunday, August 26, 2007

 

Síðsumarblíða.

Nokkuð um liðið frá síðasta pistli.Fallegur sunnudagur að kvöldi kominn.Brá mér aðeins niður á strandbæina sem eru hluti af Árborg. Þeir hafa þó sína sjálfstæðu tilveru og halda einkennum sínum vel. Alltaf notalegt að skreppa niður á ströndina. Herjólfur langt kominn til Þorlákshafnar þegar ég yfirgaf Eyrarbakka. Ég ók síðan gegnum Stokkseyri og upp Gaulverjabæjarveg á Selfoss. Smáskot kom í veiðina í Ölfusá í síðustu viku. Laxarnir orðnir 214 sem er bara viðunandi eftir fremur mögur síðustu ár. Við Raikonen nokkuð sáttir með úrslit Formúlunnar í dag. Nafni hans í 2. sæti og lagaði stöðu sína aðeins. Töluvert eftir af keppninni svo allt getur gerst.
Aftur brauðstrit í fyrramálið að venju. Kimi kúrir í stólnum á móti mér og virðist bara hafa það mjög notalegt. Sem sagt allt með kyrrum kjörum hjá okkur félögum. Við sendum ykkur góðar kveðjur að venju, ykkar Hösmagi.

Comments:
Gott ad fá gódar fréttir af Hosmaga hingad til Chile.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online