Thursday, August 30, 2007

 

Annir.

Það má segja að annasamt hafi verið í Sigtúnum í dag. Nóg að starfa á fasteignasölunni og ýmislegt fleira að gerast í húsinu. Í dag rann út frestur til að skila inn athugasemdum vegna skipulagstillögunnar um nýja miðbæinn. Einhverri fáránlegustu dellu sem um getur í sögu þessa bæjar. Þar er allt á hvolfi og út og suður. Gott dæmi um alröng vinnubrögð og óvenjulega harðsvíraða afstöðu meirihluta bæjarstjórnarinnar. Vitringanna 5. Þeir verða nú samt, lögum samkvæmt, að taka afstöðu til athugasemdanna. Mér finnst nú líklegt að til verði staðlað bréf sem þessir 1119 sem skrifuðu undir mótmæli muni fá.Reyndar hurfu sumir listarnir og ég veit um marga sem ekki skrifuðu undir vegna þess að skipulag undirskriftanna var ekki nógu gott. Því miður. Og svo nokkur til annara sem sendu inn nokkurra síðna rökstudd mótmæli. Bæjarstjórinn brosti sínu breiðasta þegar stjórnarmenn afhentu undirskriftalistann. Kannski hefur hún bara brosað að þessum fábjánum sem sífellt hafa verið að múðra. Nú er að bíða og sjá. Það verður allt reynt til að pína þessa dellu í gegn. En andófsmennirnir eru ekki í uppgjafarhug. Það munu vitringarnir verða varir við. En ég býst alls ekki við að það skipti þá nokkru. Allt við það sama í heilabúinu. Svona í samræmi við góða athugasemd Erlings Brynjólfssonar um samþykktina um rennsli og vatnshæð Ölfusár. Vitringunum eru allir vegir færir. Þeir munu einnig stjórna stormsveipum og skuggavarpi vegna hárra bygginga. Koma í veg fyrir jarðskjálfta. Þeir muna eitthvað úr biblíusögunum. Þar segir að Jesús hafi kyrrt vind og sjó, ef ég man rétt. Og hagsmunir íbúanna hér skipta nákvæmlega engu máli. Ég held að allar vitibornar verur sem hafa kynnt sér það sem í tillögunni felst, eigi erfitt með að skilja hvað þessu blessaða fólki gengur til með þessum óheillaverkum. Við skulum reisa gunnfánann og blása í lúðrana.

Við Raikonen báðir heimavið og höfum það ágætt. Einn vinnudagur eftir af ágúst og helgarfrí framundan. Sem er indælt að venju. Við rauðhausar sendum ykkur okkar bestu kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online