Monday, July 09, 2007

 

Skot.

Það lifnaði yfir Ölfusá í gær.Langbesti veiðidagur sumarsins þó hitinn hafi komist í 22,3 gráður. Að kvöldi 8 júli höfðu veiðst alls 15 laxar. Þrettán bættust við í gær. Hösmagi vonar að laxinn haldi áfram að ganga. Veiðidagur á morgun þann 11 og skáldið verður með mér. Svo ætla ég mér að sjálfsögðu stóra hluti föstudaginn 13. Sumir hafa ótrú á föstudeginum 13. Það á ekki við um mig. Bjartsýnn að venju og ég ætla mér að galdra upp laxa.
Aðalfundur Miðbæjarfélagsins var í gær. Ekki fjölmenni en þó viðunandi mæting miðað við árstíma og veður. Blankalogn og 2o stiga hiti þegar fundurinn hófst. Ég óska nýrri stjórn velfarnaðar og hvet hana til dáða í baráttunni við meirihlutann í bæjarstjórninni. Mín skoðun er reyndar sú að þó þessi hörmungartillaga fari í gegnum kerfið muni þessi ósköp aldrei verða að veruleika. Menn munu einfaldlega reka sig á veggi. Það bætir þó ekki hlut fábjánanna sem nú mynda meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Fulltrúar SF og framsóknar eru að reyna að klóra yfir eigin skít frá síðasta kjörtímabili. Þá átti VG engan bæjarfulltrúa. Fengu svo einn kjörinn í síðustu kosningum. Hann er nú yfirfáviti í meirihlutanum. Ég bið alla Árborgarbúa afsökunar á að hafa kosið þetta fífl. Og ég skora á forustu flokksins að reka það úr flokknum strax. Kannski á hann enn nokkra fylgismenn í eigin flokki. Þeir eru þó örugglega ekki margir. Það er illt að þurfa að segja sig úr stjórnmálaflokki sem maður hefur enn fulla trú á. Ég varð þó að gera það til að vera ekki í sama flokki og Jón Hjartarson. Hann virðist hafa smeygt sér inn í bæjarstjórnina á alröngum forsendum og stundar þar nú ábyrga stjórnsýslu eins og hann kallar það. Sem felst aðallega í óafturkræfum skemmdarverkum á þessum fallega bæ. Ég lýsi á hann algeru vantrausti og óska þess sannarlega að við Árborgarar munum aldrei aftur kjósa hans líka til ábyrgðarstarfa fyrir okkur. Ég ætla ekki að minnast á þennan doktor Glapráð framar.

Smágjóla og hiti 12 stig.Þoka á fjallinu góða og sólarlaust. Við Kimi í rólegheitunum heimavið að venju. Það spillti nú ekki aldeilis helginni hjá okkur að nafni hans kom aftur fyrstur í mark á Fíatinum. Hressir með það og vonum hið besta með framhaldið. Það verður fiðringur í vinnunni í dag. Hugurinn við fljótið mitt góða og mikil tilhlökkun til morgundagsins. Sem sagt gott. Með bestu sumar, veiði- og góðviðriskveðjum frá okkur Kimi, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online