Monday, July 02, 2007

 

Góðviðri.

Hitinn kominn í 18 gráður og sólin skín. Þrælar þurfa þó að sitja innan dyra til kl. 17. Og ánamaðkarnir langt oní jörðinni. Kannski kemur regnið loksins á fimmtudaginn. Hösmagi hyggur gott til glóðar á föstudag. 3ji veiðidagurinn og nú er bragðið komið á tunguna. Gæti best trúað að hunterinn vaknaði upp.
Helgin búin að vera róleg og indæl. Og það brutust út fagnaðarlæti í Ástjörninni í gær. Hösmagi sagði vei og Kimi sagði mjá mjá. Loksins þegar fiatdruslan nafna hans virkaði var ekki að sökum að spyrja. Það var sem sagt Kimi Raikonen sem sigraði í franska kappakstrinum í gær. Við nafni hans fögnuðum báðir. Vonandi er þessi hægláti og hógværi Finni búinn að finna taktinn að nýju. Mótið er líklega u.þ.b. hálfnað svo hann á enn góða möguleika. Hvernig sem fer á hann allavega 2 góða stuðningsmenn hér. Eða mann og stuðningskött.
Græna þruman komin í 13.013 km. Það er nokkur vegalengd. Mér sýnist þó að hún muni duga næsta aldarfjórðunginn ef vel verður hugsað um hana. Og hvað skyldi Hösmagi þá verða gamall. Ekki nema 88. Vonandi enn við veiðiskap, kvennafar, vindla og vodka í hófi. Kærar kveðjur að sinni, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online