Thursday, July 05, 2007

 

Deyfð.

Enn er dauft yfir laxveiðinni. KR náði jafntefli í gær svo ég er nú ekki úrkula vonar um árangur á morgun. Það verður allavega indæl útivera við Ölfusá 6. júlí anno domini 2007. Hér var bæjarstjórnarfundur í gær. Meirihlutinn samþykkti að auglýsa nýja miðbæjarskipulagið. Hetjan mikla, Jón Hjartarson, Vinstri grænn, stjórnaði fundi. Sjónvarpið var mætt á staðinn og ætlaði að fylgjast með. En myrkraverk þola ekki dagsljósið. Lýðræðisvinurinn rak sjónvarpsmenn á dyr. Ég hélt nú að við hér austanfjalls og aðrir landsmenn mættum fá að fylgjast með því sem er að gerast í málefnum Árborgar. En fulltrúi VG er á öðru máli. Og leifarnar af gömlu bæjarstjórninni jarma í sama kórnum. Eg verð bara að segja það eins og er að ég hef megna andstyggð á þessu fólki. Og því miður tel ég ekki miklar líkur á að það taki athugasemdir íbúanna við nýju tillöguna til greina. Þó hún sé svo arfavitlaus að engu tali tekur. Valdhrokinn er yfirgengilegur. Miðbærinn á fyrst og fremst að vera fyrir fólkið sem býr hér. Og vera aðlaðandi fyrir gesti okkar. Þeim sjónarmiðum hefur meirihluti bæjarstjórnarinnar algerlega vikið til hliðar. Ef fram fer sem horfir verður þessi fallegi og friðsami staður eyðilagður til framtíðar. Hefur þetta fólk enga sómatilfinningu? Er það algjörlega svipt allri siðferðiskennd? Mér verður einfaldlega flökurt af þessu. Ábyrgðin er mikil og enn er tími til að láta af þessum ósköpum, setjast niður og semja um málið.

Hitinn hér komst í 20,6° í gær. Þrumuveður á Hellisheiði, Skeiðum og víðar. Allt þurrt enn á ánamaðkaslóðum. Kannski rignir hann í kvöld? Kanna málið þegar ég kem heim úr Haukadalsskógi. Bestu kveðjur frá mér og yfirkettinum í Ástjörn 7, ykkar Hösmagi.

Comments:
Hef verið á þínum slóðum undanfarna daga. Upplifði meðal annars þrumuveðrið í gær og var að flækjast um Selfoss í dag. Dásamleg blíða.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online