Monday, June 04, 2007

 

Afsláttur.

Í augum sumra eru svik á kosningaloforðum bara 2% afsláttur fyrir ráðherrastól. Völdin eru sæt á bragðið og þau spilla. Gerir kannski ekki mikið til þegar fólk er spillt fyrir og meinar lítið með því sem það segir. Og sumum stjórnmálamönnum nægir að túlka hlutina á eigin hátt. Eins og ISG sagði að í hjarta sínu væri hún viss um að Norðlingaölduveita hefði verið blásin af. Og hún "vissi ekki betur en kanarnir mættu ekki fljúga hér yfir" á leið til góðverka sinna í Írak. Þetta er goðið sem nú situr í stól utanríkisráðherra landsins. Goðið, sem ekki má gagnrýna án þess að sauðir hennar fari á límingunum af vandlætingu. Að hluta til er þetta vegna þess að búið er að breyta stjórnmálum á Íslandi í trúmál. Söfnuðurinn ærist ef guðinn er gagnrýndur. Slóð svikinna loforða er léttvæg fundin. Enda verður að reyta af sér spjarirnar til að komast uppí rúmið með íhaldinu. Þar að auki gat SF ekkert gert annað. Guðfaðirinn neyddi hana til þessara athafna. Og það skiptir engu máli í þessu sambandi að framsókn hefur lýst því yfir að vinstri stjórn hafi ekki komið til greina eftir úrslit kosninganna. Guðfaðirinn er ábyrgur fyrir uppáferðum íhaldsins. Og svo er hann bara fúll yfir að hafa ekki sjálfur fengið að taka þátt í ástarleiknum. Hann hefði nú fórnað flestu fyrir að fá að vera þátttakandi. Það er kannski mannlegt að réttlæta svik með þessum hætti. En stórmannlegt er það ekki. " Uppbyggingin" í Írak heldur ekki vöku fyrir SF. Einhverju verður hvort eð er að víkja til hliðar fyrir völd og vegtyllur. Stóri jafnaðarmannaflokkurinn, mótvægið við Sjálfstæðisflokkinn, er nú eins og keisarinn í ævintýrinu. Kviknakinn, stefnulaus og valdasjúkur. Þetta sjá flestir nema tryggustu sauðirnir.

Vætutíð. Við vinirnir vökum og njótum tilverunnar. Úti gnauðar vindurinn og hitinn í rúmum 10 gráðum. Gamla borðstofuborðið er nú orðið sem nýtt. Það var smíðað fyrir 35 árum og hefur verið í fríi í 15 ár. Það fékk afréttara og geislar nú aftur af gleði. Hösmagi verður að bjóða völdu fólki til veislu þegar stólarinir hafa endurheimt fyrri fegurð. Það kemur að því fyrr en varir. Gýs, brennivín, 50, helvíti og steinleið yfir hann eins og góður karl sagði í den. Eftir nýdrukkið kaffi og með sól í sinni, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online