Sunday, May 06, 2007

 

Velferð.

Forustumenn stjórnarflokkanna stæra sig af góðri efnahagsstjórn og velferð. Þrástagast á að kaupmáttur almennings hafi aukist um 50 eða 75%. Átta dögum fyrir kosningar er samið við tannlækna um ókeypis tannvernd fyrir 3-12 ára börn. Það á að eyða biðlistum og byggja hjúkrunarheimili. Kjósið okkur svo við getum haldið áfram að vera svona góðir við ykkur. En verk þessara flokka tala sínu máli. Ójöfnuður þegnanna hefur stóraukist. Og einkavinirnir velta sér upp úr illa fengnu fé. Peningum, sem þessir flokkar hafa stolið frá okkur og afhent " réttum" mönnum. Skuldir heimilanna hafa vaxið með stjarnfræðilegum hraða. Og verðtryggingin malar gull fyrir bankana sem voru nánast gefnir. Ég er með íbúðarlán frá Landsbankanum. Það stóð í 10.309.905 kr. nú um mánaðamótin. Þann 15. maí greiði ég 45.072 kr. af þessu láni. Og eftirstöðvar eftir greiðslu verða kr. 10.362.113 Lánið hækkar sem sagt um 52.208 kr. við að greiða af því. Mér sýnist þurfa að endurskoða kaupmáttarútreikninga þeirra Geirs og Véfréttarinnar. Það eru líka yfir 5.000 fátæk börn á Íslandi. Á sama tíma halda þjófsnautarnir uppá afmælin sín og veislan kostar 100 milljónir. Losum okkur við þessa andskota á laugardaginn. Eins og staðan virðist nú getur orðið mjótt á mununum. Og við skulum ekki gleyma því að að það er kosið um fleira en velferðina. Hryðjuverkin gegn náttúrunni verður að stöðva. Og þar er einungis hægt að treysta á VG. Ef VG mun ekki eiga aðild að næstu stjórn er voðinn vís í þeim efnum. Allt of margir fylgja stóriðjustefnunni. Ekkert annað kemst að. Og fréttamenn þráspyrja frambjóðendur VG um hvað eigi að koma í staðinn. Á hverju lifðum við áður en álverin komu til? Á hverju lifa Danir í dag. Þeir reka engin álver. Komast nú bærilega af sýnist manni. Við getum þróað okkar atvinnuvegi svo vel að nóg verði handa öllum ef rétt verður spilað. Það má byrja á að vinda ofan af kvótakerfinu.Allur okkar smærri atvinnurekstur er í spennitreyju vegna stefnu stjórnarflokkanna. Meðan rafmagnið er selt á spottprís til erlendra auðhringa verða litlu fyrirtækin sem eru að byggja sig upp að greiða upp í 22% vexti til einkavina ríkisstjórnarinnar. Og Guðni heldur áfram að baka við olíuelda af því hann á bara kost á rafmagni á 20földu verði miðað við Alcan. Það er við hæfi að forustumenn stjórnarflokkanna hæli sjálfum sér af árangrinum. Vinstri sinnað fólk verður nú að leggjast á árar þessa daga sem eftir eru. Hvert atkvæði getur ráðið úrslitum. Og eina örugga leið umhverfissinna er að kjósa VG. Íslandshreyfingin er andvana fædd. Hjálpar einungis íhaldinu og litla flokknum sem við skulum jarða endanlega á laugardaginn. Flokkinn, sem einu sinni hafði hugsjónir en er nú bara orðinn að stórslysi í þjóðfélaginu. Öxin og jörðin geyma hann best.

Nú er hann norðlægur. Geysifallegt og bjart veður en hitinn bara 4 gráður. Ætla í Grímsnesið á eftir. Bekkjarbróðir minn ágætur úr ML hringdi í mig í gær. Orðinn nágranni minn við Búrfell og var að leita góðra ráða. Og landið mitt bíður. Þessi síhækkandi höfðstóll gleði og ánægju. Gæti orðið stórveisla í Kærleikskoti áður en sjötugsafmælið rennir í hlað. Harðákvðinn í að koma púðanum á sinn stað fyrir haustið. Vinir og vandamenn velkomnir í skógrækt.Raikonen malar hátt. Nammidagur í dag. Rækjur frá nýdæmdum manni. Jafngóðar fyrir því. Við rauðliðar sendum ykkur vinstri grænar kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Nýdaemdur? Ha! Madur spyr sig bara hvad hafi gerst.

Af ödru er gott frá thví ad segja ad ég hugsa oftar en ekki med hlýju til Gräimsnessins á gönguferdum mínum hér á Gotlandi. Thad verdur gaman ad skreppa tharna uppeftir í sumar - jafnvel kippa med stöng og ganga á fjallid?

Bestu kvedjur, SBS
 
Sendi stuttan imeil a thig adan. Sastu annars nyju könnunina, frá thvi i dag? Thetta hlytur nu ad vera efni i einn pistil hjá Fiskihrelli, ekki svo?
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online