Tuesday, May 01, 2007

 

Stálvargatól.

Góð stund hjá VG. Söngur, kaffi og gott með því. Og Atla mæltist vel að venju. Sagði nánast allt sem segja þurfti á 10 mínútum. Og það var eins og ég vaknaði af gömlum draumi. Með svolítinn móral. Fyrirheit mitt frá því í fyrra var nú ekki gleymt. Margt orðið til þess að ég hef ekki enn staðið við það. En nú verður ekki beðið heilt ár enn. Fjallið mitt blasir við mér á hverjum einasta degi. Og djöfulgangurinn gegn því heldur stöðugt áfram.

Nú fara véldrekar válega um dal og hlíð,
vinda til björgum og svifta til hólum.
Ingólfsfjall hrópar: Æ, hlíðin mín er svo fríð.
Hvað er til varnar gegn stálvargatólum?

Þetta er erindi úr kvæðinu Náttúra Íslands eftir Jón Óskar. Tileinkað íslenskum náttúruverndarsinnum. Ég ætla að láta þetta verða að brýningu. Gott að taka þá ákvörðun á þessum baráttudegi. Bestu kveðjur, Ykkar Hösmagi.

Comments:
Bestu kvedjur söileidis frá Sverige, sbs
 
sömuleidis átti thetta nú ad vera
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online