Tuesday, May 01, 2007

 

Lúsifer.

Nú hefur Ásta Möller, þingmaður íhaldsins, lýst því yfir að skálkurinn á Bessastöðum ætli að ráðast gegn lýðræðinu að loknum kosningum. Sá hinn sami og réðst gegn þingræðinu þegar Davíð Oddsson ætlaði að þröngva fjölmiðlalögunum upp á þjóðina. Það eru bara sum ákvæði stjórnarskrárinnar sem henta sjálfstæðisflokknum. Og það voru bara bjálfar sem komu þessum kverúlant suður á Álftanes. Þessum Lúsifer sem sífellt er tilbúinn til illra verka gegn lýðræði og þingræði.Hinsvegar er aldrei minnst á það að þessi sami Davíð Oddsson kom i veg fyrir að þjóðin fengi að kjósa um lögin. Það var honum ekki að skapi og ákvæðið í stjórnarskránni þjónaði ekki tilgangi íhaldsins í það skiptið. Þetta er lýðræði íhaldsins kviknakið. Brjóta stjórnarskrána þegar það hentar flokknum og væna aðra um einræðistilburði. Við þurfum alls ekki fólk á borð við Ástu Möller á Alþingi. Enda rann hún af hólmi eftir að hafa lofað viðtali um málið á Stöð 2. Ég ætla ekki að halda uppi neinum vörnum fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. Enda engin þörf á því. Skítlegt eðli er sjúkdómur sem ekki er hægt að lækna.En sjálfstæðismönnum ferst ekki að tala um lýðræði. Fólk er vonandi ekki búið að gleyma hinni sérstöku ást þeirra draugsins og nagarans á lýðræðinu þegar þeir gerðu íslendinga meðseka í morð- og eyðileggingaræðinu í Írak. Algjörlega á skjön við íslensk lög. Og fyrirbærið sem nú situr í stól utanríksiráðherrans lætur sitt ekki eftir liggja. Tíu mínútum fyrir kjördag er hún að undirrita samninga og viljayfirlýsingar um meira hernaðarbrölt. Án nokkurs samráðs við utanríkismálanefnd fremur en fyrri daginn. Nú eiga íslendingar í fyrsta sinn að stjórna stríðsleikjum. Skyldi vera búið að sauma búninginn á Björn Bjarnason? Gamla máltækið um glerhúsið og grjótkastið á greinilega vel við enn. Mikið verður gaman þegar við tökum upp aðra stefnu eftir að hafa komið þessari ríkisstjórn fyrir ætternisstapa.

Rækjunen sefur í baðvaskinum. Fékk gommu af lostætinu í tilefni dagsins. Hösmagi hefur látið sér duga að naga hænsnfugl síðan í gær. Báðir arfaslakir yfir tilverunni. Dimmt yfir en vorveður áfram. Ætla að skreppa af bæ á eftir og hlusta á nokkra baráttusöngva úr söngsmiðju VG. Atli heldur hátíðarræðu. Kannski verður eitthvað gott með kaffinu. Hátíðarkveðjur frá rauðhausunum, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online