Sunday, April 01, 2007

 

Núll.

Gaflararnir kusu um deiliskipulag í gær. Mér hefur lengi þótt vænt um Hafnarfjörð. Bjó þar í 4 ár til forna. Á Vitastíf sjö eins og dóttla orðaði það þegar hún bar út Þjóðvilluna. Það var gott að sitja í stofunni á Vitastígnum og horfa á togarana sigla inná höfnina. Færandi varninginn heim svona óbeint a.m.k. Þá var álverið nýrisið. Með tilstuðlan Hösmaga. Rigningarsumarið mikla, 1969, starfaði sá gamli, þá ungur og ferskur, við að mæla jarðviðnámið undir möstrunum sem fluttu rafmagnið frá Búrfellsvirkjun. Endalaust regn og mikil drulla. Rússajeppinn þungur af rafgeymum, vistum og mannviti farþeganna. Sífastur í sunnlensku mýrunum. Breska dieselvélin var 55 hestöfl. Seig en ekki snörp. Ekki svona þotuhreyfill eins og er í grænu þrumunni.Afbragðsfarartæki samt sem áður.
Mér finnst niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni í gær merkileg. Eiginlega núllniðurstaða. Aðeins fleiri á móti en með. Smáskeifa á Rannveigu. Fyrir mér er þetta mikilvæg niðurstaða. Peningalýðræðið laut í gras. Og kannski verður þetta til að verðfella þessa verksmiðju í pókernum. Þessum alþjóðlega sem starfar eftir nákvæmlega sömu lögmálunum og mafían.
Gróði handa mér, burtséð frá hag annara. Tilgangurinn helgar meðalið. Ég kíkti á moggabloggið í morgun, as júsúal. Dofri og Guðmundur eru kátir. Þeir tilheyra stjórnmálahreyfingunni sem fann upp íbúalýðræðið. Kratar fengu svona u.þ.b. 60% atkvæða í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Hafnarfirði.. Ellefu af sjö bæjarfulltúum.Kosningar framundan og það má reyna flest. Hvað með íbúalýðræði okkar hinna? Fólksins á bökkum Þjórsár? Prump líklega. Þetta lýðræði Sf í Hafnarfirði finnst mér ekki mikils virði. Fagra Ísland heitir það. Þessi stjórnmálahreyfing er á heljarþröm. Stóri flokkurinn, mótvægi íhaldsins. Andstæðingar Vg eru glaðir yfir síðustu könnun Gallups. Vg er að tapa fylgi. Fylgistapið felst í því að þeir fara úr 8,8% í 24%. Það er sárt fyrir marga andstæðinga okkar að kyngja slíku. Ég fékk staðfestingu á þessari þróun í gær. Sanntúaðir íhaldsmenn hér Suðurkjördæmi ætla að venda sínu kvæði í kross. A.m.k. 2. Kjósa nýja stefnu, með önnur gildi, betri gildi. Og ekki bara vegna þess að þeir vilja ekki tugthúslimi á þing. Þeir vilja vor eins og undirritaðir. Bestu kveðjur frá okkur Kimi, ( sem aftur fékk rækjur í morgun), ykkar Hösmagi.

Comments:
Bestu kveðjur frá Indland, Sölvi
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online