Thursday, April 05, 2007

 

Loftbóla.

Draugurinn gerði vart við sig í útvarpinu í gær. Fylgi við vinstri græn er loftbóla. Hann veit þetta allt. Framsóknarflokkurinn hefur séð hann svartari. Hann er með sterka forustu. Góð málefni. Allt mun breytast þegar talið hefur verið upp úr kössunum í vor. Hin handvalda Véfrétt mun koma á óvart. Man annars nokkur eftir henni. Mér kemur í hug lína úr lagi sem ég hlustaði á í morgun. " Ég held ég áfram þrauki, þó hugurinn sé í mauki." Draugsi sagði líka fleira. Vanmetakenndin tröllríður íslendingum. Kunna ekki gott að meta frekar en fyrri daginn. Góðu verkin sem hann vann á meðan hann var meðal vor öll höfð í flimtingum. Andskotinn barasta. Pókerinn er merkilegt spil. Tvöhundruð milljarðar fóru á milli einkavina í gær. Einkavinanna elskulegu. Kannski hefur Stikilsberjafinnur verið á stjái líka. Fyrrverandi nagari sem nú á fyrir visa reikningnum. Draugsi sér um sína. Á sama tíma er verið að velta vöngum yfir því hvort hægt sé að fjölga rýmum á stofnunum fyrir hina gömlu. Spá í það hvort hinir smæstu í samfélaginu geti lifað mánuðinn af. En þetta er gamla sagan. Allsnægtir fyrir suma, aðra ekki. Þettar er sýn draugsins enn. Sýn þess versta sem hefur komist til áhrifa í íslensku þjóðfélagi. Ég ætla að vona að breytingar verði.Bjartsýnn að venju.

Fékk símtal frá Indlandi í gær. Indælt. Og Indland indælt að sögn viðmælanda. Kannski það indælasta að ég var að aka yfir Ölfusárbrúna. Komandi úr reisu ofan úr Grímsnesi. Laxarnir rétt ókomnir úr sjónum. Spikaðir, bjartir og fagrir. Ég hlakka til þess að hitta skáldið mitt og Helgu í vor. Enn sjóaðri af reynslu en áður. Lífið heldur áfram og Hösmagi gamli glaður á skírdagsmorgni. Andstreymi er til að þess að sigrast á þvi. Það er svo langt síðan að ég lærði það að það er nánast óþarfi að minnast á það. Við Kimi sendum að venju okkar bestu kveðjur. Gleðilega páska, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online