Saturday, April 14, 2007

 

Ég er ekki alveg...

hættur að blogga. Stundum geta orðið stílbrot í skrifunum. Fer líkast til eilítið eftir hugarfarinu. En það verður bara að líta á það sem skönhedsfeiler. Og þessvegna hvarf síðasti pistill út í eterinn. En Himbriminn mun örugglega verða jafn tignarlegur í sumar og hann hefur ávallt verið. Ég hlakka til að sjá hann þar sem veröldin er hvað fegurst.Keppa við hann við vatnið góða.
Nú er að styttast í sumarið samkvæmt almanakinu. Vorið er þó ekki komið þó veðrið sé ágætt.Það kemur samt, veðurfarslega og vonandi líka í pólitíkinni. En það verða örugglega hret þar. Fyrir suma a.m.k. Tveir landsfundir í síðustu viku. Mér fer nú líkt og sumum öðrum bloggurum. Finnst þetta yfirgengilegar skrautsýningar. Eins og á fjöldafundunum þegar il duce hafði talað og allir klöppuðu mikið og lengi. Og mér finnst líka fyndið að þegar vonarstjarnan eina hafði lokið máli sínu ætlaði fagnaðarlátum viðstaddra aldrei að linna. Var það fögnuðurinn yfir boðskapnum eða því að hún hafði loksins þagnað? Að vera eða ekki, það er spurningin.
Heilmikil vinnutörn hjá undirrituðum í gær. Skattmann þarf sitt á réttum tíma. Fór svo seinnipartinn niður á strönd. Sjávarlyktin ljúf að venju. En ekki var nú Ölfusá falleg við ósa sína. Enda opnuðust allar flóðgáttir himinsins á föstudaginn. Stanslaust úrfelli fram undir kvöldmat. Maður varð holdvotur við það eitt að stökkva af kontórnum útí grænu þrumuna. Kisi hélt sig innandyra. Nú er hann í gluggakistunni. Það er að segja afturhlutinn. Trýnið hnusar af logninu.Formúlan í dag og við Kimi fylgjumst með að venju. En Hösmagi er í svolítið pínlegri stöðu. Heldur að sjálfsögðu með sínum manni áfram. Vill þó fremur Bens en Fíat. Bestu kveðjur að sinni, ykkar Hösmagi.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online