Tuesday, April 24, 2007

 

Argafas.

Það heitir argafas er maður hleypur á mann ofan og heldur sér. Svo stendur í Grágás. Einhvernveginn kemur mér framsókn í hug. Þeir hafa haldið sér í íhaldið s.l. 12 ár. Límdir fastir.Verið í hækjuhlutverkinu. Eða skækjurullunni allt eins. Ég hef nú stundum látið þá skoðun í ljós að verði ekki unnt að mynda hér vinstri velferðarstjórn eftir kosningar þá sé líklega næstbesti kosturinn að fá stjórn VG og íhaldsins. Það eru alveg skírar línur að VG færi aldrei í slíka stjórn nema áform um frekari stóriðju verði sett í pækil á meðan. Landsvirkjun yðri áfram í þjóðareign. Helstu ágreiningsmál þessara flokka yrðu geymd. Því miður eru margir stóriðjusinnar í SF. Álverin myndu rísa hvert af öðru. Hægra liðið í SF fellur vel að íhaldinu. Kannski eru hugleiðingar um þessa hluti nú útí hött. Margt óljóst í þessum póker fram að kosningunum. Þó eru yfirgnæfandi líkur á að stjórn með sjálfstæðisflokknum og öðrum hvorum þessarara flokka hefði meirihluta atkvæða á bak við sig. En litlu framboðin 3 gætu líka orðið til þess að núverandi stjórn héldi velli með stuðningi minnihluta kjósenda. Kosningalögin eru þannig að flokkur sem ekki nær 5% atkvæða fær ekki uppbótarþingmenn. Þessi regla gagnast íhaldinu langbest. Það má leiða að því líkur að Guðjón formaður FF nái kjöri í NV kjördæmi. Hann yrði þá eini þingmaður flokksins nái flokkurinn ekki 5% á landsvísu. Sjálfkjörinn þingflokksformaður. Heldur nöturlegt hlutskipti ef svo færi. Undirritaður er sannfærður um að stjórnin muni halda áfram ef íhald og framsókn nær 32 mönnum inná þing. Það bara hreinlega má ekki gerast. Digurbarkalegar yfirlýsingar Guðna um að framsókn muni fara í fýlu ef þeir missi helminginn af þingmannatölunni munu reynast hjómið eitt. Argafasið blasir þá við áfram.Og illa er komið fyrir ungum kjósendum ef það er rétt að hlutleysi þeirra sé fólgið í að kjósa bara flokkinn sem er með mest fylgi í könnunum. Það heitir víst að vera í sigurliðinu. Kannski er nú undirritaður mest spenntur vegna Suðurkjördæmis. Annar maður á lista framsóknar er nú byrjaður að kasta taðkögglum í VG. Sestur á bak skítadreifaranum. Og Guðni ekkert skárri. Dæmdur stórþjófur er miklu virðingarverðari en fjallagrasaliðið. Við skulum sjá til. Ef vinstri menn hér í kjördæminu standa við sannfæringu sína er ekkert að óttast. Þá fær VG 2 þingmenn hér.

Vorið er að koma. Held ég. Aðeins kaldara í dag en spáir mikilli blíðu á laugardaginn. Við Raikonen hressir að venju. Rólyndi hugans til staðar á ný. Tré farin að bruma. Græni liturinn að styrkjast. Tveir mánuðir í laxinn og himbriminn í Veiðivötnum kominn í ástarhug. Ég veit að hann bíður mín og ég hlakka til að hitta hann í sumar. Bestu vorkveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Alltaf á ég nú pínulítið erfitt með að átta mig á þessum mikla áhuga Hösmaga á samstarfi við íhaldið, bæði í sveit og hjá ríki.
Eins skil ég ekki af hverju svona mörgum vinstri grænum finnst framsókn verri en Sjálfstæðisflokkurinn. Hvernig ætlar VG að mynda vinstri stjórn án Framsóknar? Kannski VG vilji enga vinstri stjórn eftir allt saman.
 
Ja, vid erum nu alls ekki svo osammala i politik oftast naer - og thad a vid ykkur bada nafnana hvad mig vardar - en i thetta skiptid verd eg ad taka undir skodun Kaupmannahafnarbuans. Eg skil ekki alveg thetta dadur vid ihaldid og nanast andud a SF, sem eg helst kysi ad faeri med VG i stjorn, og thad yrdi tha ad hafa thad ef framsokn tharf ad fylgja.

Hvers vegna ad vilja frekar ihaldsstjorn D og VG? Thad yrdu vonbrigdi, finnst mer.
 
Bestu kvedjur annars fra Visby. Eg hugsa nu um vorgraenu thrumuna a völlum Fjallabaks og allar bleikjurnar i Frostastadavatni. Thad verdur gaman.
 
Þið eruð nú báðir ágætir.En þið verið nú að draga réttar ályktanir af pistlinum. 90% af stuðningi mínum við VG er vegna umhverfismála. Það er eini flokkurinn sem hægt er að treysta á í þeim efnum. Og það er einfaldlega rangt að ég hafi mikinn áhuga á samstarfi VG og íhaldsins. En framsóknarflokkurinn er enn meiri stóriðjuflokkur og hann er svo gjörspilltur að það verður að koma honum frá. Það eru þó a.m.k. nokkrir umhverfissinnar í sjálfstæðisflokknum Sbr. nýlega grein Gísla Sigurðssonar, fyrrum ritstjóra, um Þjórsá. Hann er sannarlega helblár en þó grænn um leið. Ef þjóðin yrði gæfusöm og SF og VG fengju meirihluta væri það auðvitað langbest. Fari SF með íhaldinu óttast ég að stóriðjustefnunni verði haldið áfram. Húsavík, Helguvík, Þorlákshöfn og jafnvel Skagafjörður. Er fólk búið að gleyma orðum Ingibjargar Sólrúnar um Kárahnjúkavirkjun. Hún vildi ekki setja fótinn fyrir málið. Varla er hún hafin yfir gagnrýni frekar en aðrir. Eins og staðan er nú stend ég sannarlega við að VG og íhaldið er næstbesti kosturinn. Þá verða allavega ekki teknar ákvarðanir um fleiri álver á með. Og ég skal uppfræða nafna minn um afrek flokkssystkina hans hér á Selfossi með framsóknarmönnum á síðasta kjörtímabili. Svona í góðu tómi seinna. Ég mótmæli því harðlega að ég hafi nokkurntíma daðrað við íhaldið. Ég er bara raunsær maður. Ef ekki það besta þá það næstskásta. Græna þruma en tilbúin, vinstri græn sem áður. Ég hlakka til Sölvi minn. Nú er ég á leiðinni upp í Grímsnes. Ætla að kíkja á fyrirheitna landið í smástund. Bestu kveðjur í velferðarríkin tvö. Hösi.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online