Wednesday, March 14, 2007

 

Sjálfhverfur júristi?

Þegar ég lauk síðasta prófinu í lagadeildinni 31. maí 1972 var ég óskaplega glaður. Ekki vegna þess að ég teldi mig eitthvað meiri og stærri af því að geta titlað mig lögfræðing. Candidati juris. Það var sólskin og hiti þennan dag. Og veisla um kvöldið. Begga 4ra og Maggi 2ja. Heilmikið fagnaðarteiti á Vitastíg 7 ,með mömmu, eiginkonu og börnum og góðum vinum. Eftirminnilegur og indæll dagur. Ég hef aldrei þolað menntahroka og tel mig ekki vera haldinn af honum. Líður best í gallabuxum og rúllukragapeysu. En ég fer ekki þannig klæddur í réttarsali. Þegar verið er að tala um auðlindaákvæðið sem þau Véfréttin og Geir ætla að nauðga gegnum þingið nú í vikunni hafa ýmsir löglærðir, menn og konur, varað við því. Við uppskerum svo ályktanir um að við séum sjálfhverfir júristar sem séum ekki marktæk. Lögfræðin er huglæg vísindi. Þar eru engar staðreyndir einhlítar. Eins og að 2x2 séu 4.Það sést t.d. vel á öllum sératkvæðunum þegar dómstólar klofna. Það er því afar mikilvægt að flana ekki að breytingum á stjórnarskránni. Þetta er líka einungis ómerkileg kosningabrella Véfréttarinnar. Sem ekki er einu sinni kjörin á þing. Skrípaleikurinn er flestum augljós. Hótanir um stjórnarslit og fleira á fundinum um daginn eru ekki annað en fíflagangur til að fela eymd þessarar flokksnefnu. Enda eru þingmenn flokksins farnir á taugum yfir afhroðinu sem bíður þeirra. Það sást vel á upphrópunum varaformannsins í þinginu í gær. Örvæntingin skein úr orðum hans. Hvernig skyldi honum líða ef Vinstri grænir verða stærri en framsókn hér í Suðurkjördæmi? Hann er svo sem ekki einn um að míga á sig af skelfingu. Nú boða hörðustu íhaldmennirnir kjarnorkuvetur í efnahagsmálum hér ef Steingrímur og við félagar hans komumst til áhrifa í ríkisstjórn eftir kosningar. Þeir kalla líka stuðningssmenn VG brjálæðinga. Sama er mér. Léttklikkaður fyrir hvort eð er. Enda sjálfhverfur júristi. En það þarf samkvæmt þessu að byggja ansi stóran geðspítala ef fram fer sem horfir. Varla á að láta alla vitleysingana ,sem kjósa VG í vor, ganga lausa. Helst vildu þeir loka okkur öll inni fyrir kosningar. Við skulum bara sýna þeim hvað í okkur býr. Þeir mega kalla réttlætiskennd okkar kjarnorkuvetur fyrir mér. Og svo tínum við náttúrlega mikið af fjallagrösum í sumar. Kærar kveðjur, ykkar Hösmagi.

Comments:
Heyr, heyr! Frábær pistill, tek undir hvert orð. En þeim öllum öfgasinnunum hinum megin línunnar mun ekki verða kápan úr því klæðinu að loka okkur Vinstrigræn inni þótt fylgishrunið hræði. Þjóðin vill breytingar og við stöndum fyrir þeim! Lifi fjallagrösin! Baráttukveðjur, Guðfríður Lilja
 
Vægi Hösmagabloggs vex greinilega með degi hverjum: Verðandi þingmenn bara farnir að tjá sig hér. Glæsilegt!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online