Tuesday, March 06, 2007

 

Samtrygging.

Það hefur lengi verið lenska hér á Íslandi að þingmenn og ráðherrar sem hætta störfum fái einhver feit embætti í staðinn. Utanríkisþjónustan, seðlabankinn og tryggingastofnun eru góð dæmi um slíkt. Samt er þetta sama fólk búið að tryggja sér miklu betri eftirlaun en nokkur önnur stétt þjóðfélagsins.Nema kannski hæstaréttardómarar. Þetta er auðvitað rakið svínarí. Svo halda pólitíkusarnir því fram að þeir séu hæfari en aðrir. Bólgnir og hoknir af reynslu. Þeir hafa að vísu margir mikla reynslu í að maka krókinn. Við eigum að vinna gegn þessari samtryggingu. Þetta fólk getur bara bjargað sér eins og við hin þegar það fellur í prófkjörum eða yfirgefur pólitíkina af einhverjum öðrum sökum. Ég hef enga samúð með því. Það hefur sjálft séð um að tryggja sig í bak og fyrir og hefur ævilanga áskrift að peningum úr almannasjóðum. Nú er t.d. alveg voðalegt ástand hjá Hjálmari Árnasyni og Sigríði Önnu. Hvernig á þetta blessaða fólk að komast af ? Sannleikurinn er sá að margt af þessu liði hefur gert þjóðinni meiri skaða en gagn. Halda menn virkilega að menn verði sjálfkrafa einhverjir snillingar af að hafa verið í pólitík? Að það sé einhver sérstök nauðsyn að troða þeim í einhver hálaunastörf þegar þeir hverfa af þingi? Aðvitað er þetta tóm tjara. Ég heyrði viðtal við 2 unga þingmenn Sf. í gærmorgun. Þeir voru að lýsa vinnudeginum sem mér skildist að byrjaði um 6 leytið og lyki svona kringum miðnættið. Og nánast aldrei frí um helgar.Við eigum sennilega að vorkenna þeim yfir vinnuþrælkuninni. Það er ef til vill misskilningur minn að þeir hafi sjálfir sóst eftir þessu starfi. Mér finnst að reynslan sýni, a.m.k. nú undanfarin ár, að allt of mikið af meðaljónum hafi verið við stjórnvölinn. Og þeir hafa verið iðnir við að koma trúarsetningum sínum í pólitíkinni í framkvæmd. Bankarnir gefnir. Og síminn. Og einhver ung kona, formaður Heimdallar eða SUS, lýsti því yfir að nú væri strærsta baráttumálið að einkavæða Landsvirkjun. En forustumenn íhalds og framsóknar þora ekki að viðurkenna þessi áform. A.m.k. ekki núna fyrir kosningar. En við þekkjum þá orðið af ávöxtunum sem þeira hafa skenkt okkur undanfarin 12 ár. Sjávarafli íslendinga fyrstu 10 mánuði ársins 2006 var 71 milljarður. Gróði bankanna sama ár var yfir 200 milljarðar. Svona verða nú afleiðingarnar af að selja bestu mjólkurkýrnar fyrir nánast ekki neitt.Þeir sem vilja þessa stefnu áfram kjósa ríkisstjórnarflokkana. Svo þeir geti líka gefið vinum sínum Landsvirkjun. Við hin kjósum þá ekki.

Þó klukkan sé ekki orðin 8 er verulega farið að birta af degi. Logn og hitinn vel yfir frostmarkinu. Aðalfundur stangveiðifélagsins annað kvöld og það leiðir hugann að komandi vertíð. Nú er búið að semja um upptöku á flestum netalögnum á vatnasvæðinu hér. Við vitum að laxinn sem veiðist í net veiðist ekki á stöng. En því miður óttast ég ég þessi aðgerð skili ekki miklu. Það eru allt aðrar ástæður fyrir minnkandi veiði undanfarin ár. Kem kannski að því síðar.

Bestu kveðjur frá okkur litla ljóninu, ykkar Hösmagi.

Comments:
Jamm, það væri gaman að heyra við gott tækifæri um ástæður laxleysis í Víkinni. Allt gott héðan frá París, bestu kveðjur, sbs
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online