Saturday, February 24, 2007
Átrúnaður.
Nú um helgina stendur yfir landsþing Vinstri grænna. Þar mun fólk ræða landsmálin, skerpa á áherslum og brýna vopnin fyrir komandi kosningabaráttu. Ég reikna með að formaðurinn verði endurkjörinn með lófataki. Ekki vegna þess að hann sé yfir gagnrýni hafinn.Heldur vegna þess að hann er fremstur meðal jafningja í bestu merkingu þeirra orða. Ég held að hann sé fæddur af rótgrónum framsóknarmönnum. Líklega er hann nú enn svolítill sveitamaður. Það tel ég honum til tekna. Hann var fljótur að átta sig á að hann átti ekki samleið með framsókn. Sem betur fer. Það hefur lengi verið landægur siður hér að mæra foringjana. Ég ætla að vona að Steingrímur verði alltaf gagnrýndur eftir þörfum. Gott dæmi um foringjadýrkunina er mærð Véfréttarinnar um drauginn. Sem þó skildi við flokk sinn í rjúkandi rústum. Þetta er líka nokkuð áberandi hjá hluta Samfylkingarfólks þó undir kraumi í kolunum. Sumir mega ekki vatni halda yfir hrifningu sinni á Ingibjörgu Sólrúnu. Stjórnmálamenn þurfa bara að standa undir traustinu. Það þarf ekki að tilbiðja þá eins og guði. Sannarlega hef ég traust á Steingrími Sigfússyni sem stjórnmálamanni. Mér dettur þó ekki í hug að halda því fram að hann sé vammlaus sem slíkur. Og fyrstur manna skal ég gagnrýna hann ef ástæða verður til þess. Ef Vinstri grænir verða í ríkisstjórn eftir kosningar sem ekki tekur okkur strax af lista hinna vígfúsu þjóða er mínum stuðningi við vinstri græna lokið. Enginn flokkur hefur hreinni skjöld í umhverfismálum. Engum flokki treysti ég betur í jafnréttisbaráttu kynjanna. Ef eitthvað er að marka skoðanakannanir eru margar ungar baráttukonur í öruggum þingsætum á lista flokksins. Og það yrði tekið til hendinni í heilbrigðis og tryggingaráðuneytinu ef Ögmundur yrði sendur þangað. Það er von mín að margir sem eru alls ekki Vinstri grænir muni samt kjósa flokkinn í vor. Sem betur fer erum við enn mörg sem kjósum ekki sama flokkinn á hverju sem gengur. Og lítum ekki á okkur sem sauði í hjörð foringjans. Foringja á að gagnrýna miskunnarlaust þegar ástæða er til þess. Ég sagði það hér í fyrra að ég myndi ganga ákveðinn að kjörborðinu þá. Og ég hef gagnrýnt þann fulltúa sem ég kaus mjög harkalega. Hann á það bara einfaldlega skilið. En ég er líka alveg viss um að ég muni ekki þurfa að gagnrýna Steingrím og félaga fyrir að láta af sannfæringu sinni fyrir baunadisk og ráðherraembætti. Ég óttast hinsvegar að ýmsir séu meira en tilbúnir til þess í baráttunni fyrir pólitísku lífi sínu og áhrifum. Við þurfum á algjörri stefnubreytingu að halda. Í utanríkismálum og nánast öllu hér innanlands. Olíumafíunni líðst enn hið samræmda okur. Bankarnir jafnvel hálfu verri. Og nýju lénsherrarnir gera það sem þeim þóknast.Misskiptingin í tekju og skattamálum hefur aldrei verið verri en nú. Ég vona að sigur Vinstri grænna verði enn stærri en kannanir gefa til kynna. Þá eru meiri líkur á jöfnuði og betri tíð fyrir þá sem höllum fæti standa eftir langvarandi stjórn íhalds og framsóknar.Því miður verður aldrei hægt að breyta öllu sem þessi stjórn hefur gert með óhæfuverkum sínum.Það er þó margt sem enn er hægt að verja.Ég sendi framvörðunum sem nú funda í Reykjavík baráttukveðjur.
Við kisi sendum ykkur öllum góðar kveðjur, ykkar Hösmagi.
Við kisi sendum ykkur öllum góðar kveðjur, ykkar Hösmagi.
Comments:
<< Home
Allt gott og blessað - en er ekki vigtin nóg fyrir þótt pistill birtist ekki fimm sinnum í röð!!! Bestu kveðjur frá París, Sölvi
Jú. Þó spekin sé mikil er nú óþarfi að margþrykkja henni út. Nýja kerfið á sökina. Ég leiðrétti textann smávegis en það verður bara að gerast með smábreytingu. Bestu kveðjur til baka, Sölvi minn.Nú er hér fallegt gluggaveður og við Raikonen höfum það fínt saman hér innandyra.
Já, gott og rétt hjá þér, foringjahollusta er leiðinleg og að sjálfsögðu ber að gagnrýna þá sem maður kaus eins og alla aðra, ef þeir standa sig ekki í stykkinu, og jafnvel þá enn frekar en aðra því þeir hlutu jú atkvæði manns.
En kannski hefur það einmitt komið fram, bæði í Mosfellsbæ og á Selfossi, að VG talar fyrir stefnu sem hún síðan vinnur gegn þegar að hún loks kemst að kjötkötlunum. Það gerir VG ekki að mjög trúverðugum valkosti í mínum augum.
Annað sem vekur athygli manns við yfirlýsingar Steingríms J. er áframhaldandi daður hans við Frjálslynda flokkinn um stjórnarmyndun þrátt fyrir orðræðu þess flokks gegn innflytjendum. Ég segi því, á svipuðum nótum og þú um listann yfir hina vígfúsu, ef að Sf og VG gera alvöru úr því að mynda ríkisstjórn með flokki sem er fjandsamlegur innflytjendum þá mun ég lýsa mig andstæðing þeirrar stjórnar. Þess vegna var að sama skapi tal Steingríms um að gefa Framsóknarflokknum frí ábyrgðarlaust enda er sá flokkur langtum skárri kostur til samstarfs en flokkur sem starfar eftir mannfjandsamlegri hugmyndafræði gegn nýbúum á Íslandi.
Ansi er þetta annars orðið langt komment hjá mér. Gleðilegan sunnudag á Suðurlandið.
Post a Comment
En kannski hefur það einmitt komið fram, bæði í Mosfellsbæ og á Selfossi, að VG talar fyrir stefnu sem hún síðan vinnur gegn þegar að hún loks kemst að kjötkötlunum. Það gerir VG ekki að mjög trúverðugum valkosti í mínum augum.
Annað sem vekur athygli manns við yfirlýsingar Steingríms J. er áframhaldandi daður hans við Frjálslynda flokkinn um stjórnarmyndun þrátt fyrir orðræðu þess flokks gegn innflytjendum. Ég segi því, á svipuðum nótum og þú um listann yfir hina vígfúsu, ef að Sf og VG gera alvöru úr því að mynda ríkisstjórn með flokki sem er fjandsamlegur innflytjendum þá mun ég lýsa mig andstæðing þeirrar stjórnar. Þess vegna var að sama skapi tal Steingríms um að gefa Framsóknarflokknum frí ábyrgðarlaust enda er sá flokkur langtum skárri kostur til samstarfs en flokkur sem starfar eftir mannfjandsamlegri hugmyndafræði gegn nýbúum á Íslandi.
Ansi er þetta annars orðið langt komment hjá mér. Gleðilegan sunnudag á Suðurlandið.
<< Home