Sunday, February 18, 2007

 

Sætar stelpur.

Fræg eru ummæli Skeifugeirs um staðgengil sætu stelpunnar sem hann missti af á kanaballinu s.l. haust. Hann náði sér í aðra sem gerði " sama gagn". Líklega hefur hún gagnast þessum stórbrotna forsætisráðherra vel. Og nú veltir hann því fyrir sér hvort ungu konurnar sem voru misnotaðar í drottins nafni í Byrginu hefðu ekki orðið óléttar hvort eð var. Er þessi ráðherra ekki með fulle fem? Honum finnst þetta kannski sniðugt?. Mér finnst þetta nú lélegur brandari ef svo er.Kvenfyrirlitningin æpandi og fyrirlitleg. Sætar stelpur bara til að gagnast strákum. Og svívirtar stúlkur í skjóli hefðu orðið óléttar annarsstaðar. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir konur að greiða þessum manni atkvæði sitt. Hann ætti að skammast sín og biðjast afsökunar á bjálfahættinum. Ég efast m.a.s um að nagarinn mikli hefði látið svona út úr sér.

Tangavatnsferð í blíðunni í gær. Engin varð veiðin en útiveran var ágæt. Annaðhvort var enginn fiskur í vatninu eða að hann var einhversstaðar í felum. Vatnið er nú kaldara en áður var. Sveinn bóndi telur að breytingar hafi orðið á því eftir jarðskjálftana árið 2000. Það leggur meira á vetrum og lengur að taka af því. Kikkið brást því í gær svo meðgöngutíminn heldur áfram. En Góan heilsar með hlýindum. Og spáin segir þau halda áfram. Það er að sjálfsögðu ljúft og gerir biðina eftir vorinu bærilegri. Og nú fer að styttast í aðalfund stangveiðifélagsins og úthlutun veiðileyfa. Allt er þetta tilhökkunarefni gömlum veiðiref. Bolludagur í dag. Fiskibollur og rjómabollur. Saltket og baunir á morgun. Hvað skyldi verða étið á öskudag?

Héðan frá tölvunni fylgist ég með Raikonen yfirketti þvo sér í framan í baðvaskinum. Mér finnst alltaf notalegt og róandi að fylgjast með þrifum katta. Sleikir loppu sína og strýkur svo á bak við eyrun. Við erum báðir mjög slakir og afslappaðir. Kyrrð yfir og jafnvægi beggja gott. Vinna að hefjast á ný eftir rólega helgi. Sem sagt gott. Með góðum kveðjum frá okkur Kimi, ykkar Hösmagi.

Comments:
"Nagarinn" var nú því miður ekki mikið skárri að þessu leyti frekar en öðru. Hægt væri að rifja upp langan lista af ýmsu ófögru sem hann lét flakka um kvenfólk, til dæmis því þegar hann sagði á fegurðasamkeppni meðan hann var enn borgarstjóri að lífið væri nú skemmtilegra ef að Kvennalistakonur væru jafnfallegar og stúlkurnar þar inni.
Smekklegt, ekki satt?
 
Jahérnahér
 
Jú mjög smekklegt. Svona í samræmi við hið skítlega eðli. Ég bið nú forláts á að hafa ætlað honum eitthvað skárra.Þeir félagarnir myndu líklega sóma sér vel sem heiðsursgestir á klámráðstefnunni sem á að halda hér á aljóðadegi kvenna þann 8. mars.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online