Sunday, February 11, 2007
Sól í sinni.
Ég fór á fund í gær. Í Ánesi var fundur Sólar á suðurlandi og náttúruverndarsamtaka suðurlands. Þetta var mjög góður fundur. Fræðandi, upplýsandi og mjög skemmtilegur.Þetta var baráttufundur rúmlega 400 manna og kvenna sem áfram vilja sjá Urriðafoss, Búðafoss, Hestafoss og fleira fallegt. Fundurinn var hluti af þeirri vakningu sem er að verða meðal þjóðarinnar. Vakningu gegn endurteknum nauðgunum á náttúru landsins. Yfirgnæfandi meirihluti fundarmanna voru heimamenn. Fólkið sem sterkast á eftir að upplifa eyðilegginguna ef af henni verður. Þarna voru líka góðir gestir og margar baráttukveðjur bárust á fundinn. Þarna var Ómar Ragnarsson og fór hreinlega á kostum. Sýndi mynd sem hann hafði tekið á flugi yfir Þjórsá. Fór með ljóð og talaði um virkjunarfíknina. Ég vona að virkjunarflokkarnir fái ekki mörg atkvæði frá fundarmönnum þessa fundar. Þarna var Labbi í Glóru með gítarinn. Sýndi það og sannaði að hann hefur aldrei verið betri en nú. Það var sannarlega sól í sinni mér þegar ég hélt til míns heima að áliðnum degi. Sem var líka merkisdagur í mínu eigin lífi. Frumburðurinn, dóttla litla, Berglind Anna, átti 39 ára afmæli þann 11. febrúar. Og í dag, þann 12, er lambakóngurinn minn, Siggi Þráinn, 21 árs. Þau fá bæði hamingjuóskir, kossa og knús frá mér. Ég hitti þau reyndar bæði á laugardaginn. Þá var afi Garðar jarðsettur. Hann var Sigga mínum alltaf ákaflega kær. Ljúfur og indæll maður. Léttur, skemmtilegur og jákvæður. Hitti hann síðast kátan og hressan í stúdentsveislu Sigga okkar á þrettándanum. En þetta er leiðin okkar allra. Og Garðar var heppinn að þurfa ekki að liggja á sóttarsæng. Kannski verður höggið þyngra þegar það kemur óvænt. Megi hið góða verða með Ellu ömmu áfram eins og hingað til.
Ég frestaði sem sagt veiðiferð í Tangavatn. Enda hitastigið lægra en spáð var. Koma tímar, koma ráð. Góa kemur um næstu helgi og Þorri að kveðja. Í heildina séð hefur þetta verið góður vetur. Svolítið kaldur nóvember en mjög hlýr og indæll desember í staðinn. Birtan að vinna á myrkrinu og það er kyrrð í sálinni.Og kannski eru stórtíðindi væntanleg í stjórnmálum. Ég ætla að vera hæfilega bjartsýnn. Ánægður með gengi míns flokks sem stendur. Ekkert er öruggt eða fast í hendi. Ríkisstjórnarflokkarnir munu reyna allar leiðir sem hægt er. Breiða yfir flakið og reyna að villa fólki sýn enn einu sinni. Látum ekki blekkjast. Setjum þá út í kuldann og höfum þá þar sem allra lengst. Fjallagrasasöngurinn er m.a.s. byrjaður nú þegar. Ég sagði um daginn að Bjarni Harðarson reyndi nú hið vonlausa. Að komast á þing fyrir framsókn. Mér er sagt að hann hafi verið í fjallagrösunum í silfri Egils í gær. Hann var líka á fundinum í Árnesi. Býst ekki við að hann fái mörg atkvæði fundarmanna. Jörðum flokkinn. Hann á ekki annað skilið eftir öll afglöp forustumanna hans. Og við skulum hætta að tala um umverfisslys. Þetta eru bara afglöp. Forustumenn íhalds og framsóknar hafa ekkert lært.Munu verða sömu afglaparnir alla tíð.Þeir eru enn á virkjunarbuxunum.Ef við stöðvum þá ekki í vor munu þeir halda hryðjuverkum sínum áfram. Lofum sólinni að skína áfram á það sem þeir hafa ekki eyðilagt nú þegar.
Við Raikonenen sendum ykkur öllum árnaðarkveðjur. Vinstri grænu rauðhausarnir tveir, ykkar Hösmagi.
Ég frestaði sem sagt veiðiferð í Tangavatn. Enda hitastigið lægra en spáð var. Koma tímar, koma ráð. Góa kemur um næstu helgi og Þorri að kveðja. Í heildina séð hefur þetta verið góður vetur. Svolítið kaldur nóvember en mjög hlýr og indæll desember í staðinn. Birtan að vinna á myrkrinu og það er kyrrð í sálinni.Og kannski eru stórtíðindi væntanleg í stjórnmálum. Ég ætla að vera hæfilega bjartsýnn. Ánægður með gengi míns flokks sem stendur. Ekkert er öruggt eða fast í hendi. Ríkisstjórnarflokkarnir munu reyna allar leiðir sem hægt er. Breiða yfir flakið og reyna að villa fólki sýn enn einu sinni. Látum ekki blekkjast. Setjum þá út í kuldann og höfum þá þar sem allra lengst. Fjallagrasasöngurinn er m.a.s. byrjaður nú þegar. Ég sagði um daginn að Bjarni Harðarson reyndi nú hið vonlausa. Að komast á þing fyrir framsókn. Mér er sagt að hann hafi verið í fjallagrösunum í silfri Egils í gær. Hann var líka á fundinum í Árnesi. Býst ekki við að hann fái mörg atkvæði fundarmanna. Jörðum flokkinn. Hann á ekki annað skilið eftir öll afglöp forustumanna hans. Og við skulum hætta að tala um umverfisslys. Þetta eru bara afglöp. Forustumenn íhalds og framsóknar hafa ekkert lært.Munu verða sömu afglaparnir alla tíð.Þeir eru enn á virkjunarbuxunum.Ef við stöðvum þá ekki í vor munu þeir halda hryðjuverkum sínum áfram. Lofum sólinni að skína áfram á það sem þeir hafa ekki eyðilagt nú þegar.
Við Raikonenen sendum ykkur öllum árnaðarkveðjur. Vinstri grænu rauðhausarnir tveir, ykkar Hösmagi.