Wednesday, February 28, 2007
Sirkus.
Baugsrevían heldur áfram. Hvert vitnið á fætur öðru er leitt fyrir héraðsdóm Reykjavíkur. Margir muna lítið og sumir ekkert. Það kann nú að vera eðlilegt. Langt er um liðið. Ekki veit ég hvort ákærðir eru sekir eða saklausir. Málið allt er þó lexía um hvernig ekki á að standa að dómsmálum. Ákæruvaldið hefur kastað til þess höndunum. Lögfræðin aukaatriði. Hæstiréttur hefur tíundað afglöp þess. Einn höfuðpauranna er reyndar hættur. Orðin varalögreglustjóri að ég held. Stendur sig vonandi betur á þeim vettvangi. Fyrrverandi einkavæðingarvinur Davíðs er nú stjórnarformaður í Baugi. Og ekki ber þeim nú beinlínis saman. Hreinn Loftsson segir að Davíð hafi sagt að stjórnendur Baugs væru glæpamenn, sem myndu fara í tugthúsið. Og Davíð heldur því fram að Hreinn hafi boðið honum 300 svartar millur fyrir að láta þá í friði. Það er vonandi að hið sanna upplýsist. Kannski á vitnið Davíð Oddsson eftir að segja okkur þetta allt saman. Málið mallar áfram fram á vordaga. Á kostnað þjóðarinnar. Kannski ættum við að setja sérstakan dómstól til að skera úr. Með flýtimeðferð á þingi. Þar gætu t.d. setið Davíð nagari, Palli Vilhjálms blaðamaður og Jónína Ben. Til vara yrðu Styrmir og Kjartan. Þá fengjum við skjóta niðurstöðu og málinu lyki í einum hvelli. Þá kæmi líklega að því að Jóhannes í Bónus fengi að spila á hljóðfærið sem hann gaf á Litla-Hraun um árið. Með þeim orðum að gott væri að vita af hljóðfærinu á þessum stað ef hann lenti þar síðar. Það sem aldrei hefur komið fyrir áður getur alltaf komið fyrir aftur. Þau sannindi eiga vel við hér eins og jafnan áður. Og ég sem hélt að nornaveiðar tilheyrðu fortíðinni. Baugsmálaferlin sanna að svo er aldeilis ekki. Ákærðu skulu á bálið hvað sem það kostar.
Það örlar á skímu þó klukkan sé ekki orðin átta. Og nokkurnveginn bjart kl. 7 í gærkvöldi. Mars hafinn og 3 vikur í vorjafndægur. Það hríslast fiðringur um gamlan veiðimann. Hænufetin lengjast með hverjum deginum. Raikonen birtist skyndilega hér með veiði sína. Litfagurt skrautband sem hann hefur fangað fjúkandi í gjólu morgunsins. Svona gengur nú lífið hér í byrjun marsmánaðar 2007. From Selfoss with love, ykkar Hösmagi.
Það örlar á skímu þó klukkan sé ekki orðin átta. Og nokkurnveginn bjart kl. 7 í gærkvöldi. Mars hafinn og 3 vikur í vorjafndægur. Það hríslast fiðringur um gamlan veiðimann. Hænufetin lengjast með hverjum deginum. Raikonen birtist skyndilega hér með veiði sína. Litfagurt skrautband sem hann hefur fangað fjúkandi í gjólu morgunsins. Svona gengur nú lífið hér í byrjun marsmánaðar 2007. From Selfoss with love, ykkar Hösmagi.
Comments:
<< Home
Heyrðu, hvað hét hann aftur gaurinn í tryggingarfélaginu sem hélt að þú værir "bara að sjóka"? Tengist það ekki rottu? Þessi atburður rifjaðist skyndilega upp fyrir mér fyrir um 2-3 dögum síðan. Bestu kveðjur frá París, SBS
Þetta var Steini í Tryggingu, Þorsteinn Ásmundsson. Það voru mýs að spóka sig í útstillingarglugganum hjá honum. Þetta var allt saman heilmikið "sjók. Langt um liðið því ég flutti skrifstofuna yfir götuna árið 1980. Mér tókst að bana mús með kústskafti og lýsti víginu á hendur mér. Bestu kveðjur, kallur minn. Pápi Hösmagi.
Post a Comment
<< Home