Monday, February 05, 2007
Mafía.
Ég hef stundum skrifað um starfsemi olíumafíunnar hér á landi.Hún er reyndar enn á fullum dampi. Samráðið um okrið enn til staðar. Vonandi verða forstjórarnir sem nú hafa verið ákærðir dæmdir af verkum sínum. Sumir hafa talað um landbúnaðarmafíu. Kannski er eitthvað til í því að hún sé til. Landbúnaðarráðherrann og fjármálaráðherrann eru báðir í framboði hér í Suðurkjördæmi. Einu mesta landbúnaðarkjördæmi landsins.Fyrir flokka sína sem stjórnað hafa þessu landi undanfarin ár. Nýlega skrifuðu þeir undir skjal um greiðslu u.þ.b. 16 milljarða króna til að niðurgreiða lambakjöt. Þegar þú kemur að kjötborðinu í búðinni og ætlar að fá þér helgarsteikina ertu þá þegar búinn að borga 450 krónur fyrir kílóið. Fyrirfram í gegnum skattana þína. Þessir herrar hafa réttlætt þessar aðgerðir með því að bændur séu að aðlaga sig. Búa sig undir samkeppni. Þetta hefur verið sagt árum saman. Nú geta þeir sem stunda sauðfjárbúskapinn slappað af næstu 4 ár. Og þakkað þeim Guðna og Árna góðverkin á sér. Það er sem sagt líka margt skrýtið í sauðarhausnum. Mér finnst lambakjöt góður matur. Og mér er yfirleitt nokkuð hlýtt til bænda. Það er þó ljóst að það verður að skera þetta kerfi upp með einhverjum hætti. Enda fá bændur sjálfir ekki nema brot af þessum aurum. Tímasetningin á þessum góðgerðum þeirra ráðherranna er varla tilviljun.
Undanfarna daga hefur verið fjallað um svonefnt Breiðuvíkurheimili í fjölmiðlum. M.a. með viðtölum við menn sem voru sendir þangað ungir til dvalar.Samkvæmt frásögnum þeirra var þetta heimili nánast helvíti á jörðu. Andlegt og líkamlegt obeldi í fyrirrúmi. Níðingsháttur á hástigi. Og varnarleysi þessara ungu pilta algjört. Þeir stóru fóru sínu fram gagnvart þeim sem minna máttu sín. Og stjórnendur og annað starfsfólk tók þátt í þessum ljótu athöfnum. Margt hefur sært réttlætiskennd mína í gegnum árin. Eitt það viðurstyggilegasta er þó níðingsháttur gagnvart börnum. Dýraníðingar eru reyndar í sama flokknum. Varnarleysi barna og dýra er algjört. Börn sem lenda í slíkum hremmingum bera þess aldrei bætur. Sumir þessara pilta eru horfnir héðan. Fyrir eigin hendi. Og við höfum séð viðtöl við nokkra af hinum. Það er ekki hægt að bæta fyrir þessi brot. Því miður. En það er gott að þetta skuli gert opinbert þó langt sé um liðið. Vítin eru til að varast þau. Samúð mín er öll með þessum mönnum. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Sumir þeirra hafa fyrirgefið kvölurum sínum meðferðina. Það er gömul staðreynd að svona staðir virðast oft á tíðum kalla það versta fram í mannseðlinu. Obeldi, kvalalosta og takmarkalausa grimmd. Þetta er alþekkt um allan heim. Látum þetta aldrei henda okkur aftur. Gætum að börnunum okkar, verndum þau og elskum þau.
Bestu kveðjur úr kyrrðinni, ykkar Hösmagi.
Undanfarna daga hefur verið fjallað um svonefnt Breiðuvíkurheimili í fjölmiðlum. M.a. með viðtölum við menn sem voru sendir þangað ungir til dvalar.Samkvæmt frásögnum þeirra var þetta heimili nánast helvíti á jörðu. Andlegt og líkamlegt obeldi í fyrirrúmi. Níðingsháttur á hástigi. Og varnarleysi þessara ungu pilta algjört. Þeir stóru fóru sínu fram gagnvart þeim sem minna máttu sín. Og stjórnendur og annað starfsfólk tók þátt í þessum ljótu athöfnum. Margt hefur sært réttlætiskennd mína í gegnum árin. Eitt það viðurstyggilegasta er þó níðingsháttur gagnvart börnum. Dýraníðingar eru reyndar í sama flokknum. Varnarleysi barna og dýra er algjört. Börn sem lenda í slíkum hremmingum bera þess aldrei bætur. Sumir þessara pilta eru horfnir héðan. Fyrir eigin hendi. Og við höfum séð viðtöl við nokkra af hinum. Það er ekki hægt að bæta fyrir þessi brot. Því miður. En það er gott að þetta skuli gert opinbert þó langt sé um liðið. Vítin eru til að varast þau. Samúð mín er öll með þessum mönnum. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Sumir þeirra hafa fyrirgefið kvölurum sínum meðferðina. Það er gömul staðreynd að svona staðir virðast oft á tíðum kalla það versta fram í mannseðlinu. Obeldi, kvalalosta og takmarkalausa grimmd. Þetta er alþekkt um allan heim. Látum þetta aldrei henda okkur aftur. Gætum að börnunum okkar, verndum þau og elskum þau.
Bestu kveðjur úr kyrrðinni, ykkar Hösmagi.