Wednesday, February 07, 2007
Barneignir.
Þið getið verið róleg. Ég er ekki á barneignarbuxunum. Í reglugerð með stoð í lögum um fæðingarorlof var ákvæði um skerðingu orlofsins ef fólk átti barn með innan við 3ja ára millibili. Auðvitað fáránleg regla en þó í samræmi við áráttuna um að þurfa sífellt að klípa utan af hlutunum. Félagsmálaráðherrann, Magnús Stefánsson, framsóknarmaður, kippti þessari dellu úr sambandi í gær. Með afar skemmtilegri yfirlýsingu um að hann vildi stuðla að barneignum á Íslandi. Hann fær pre frá mér fyrir þetta. Mér datt strax í hug að kannski væri vissara fyrir konur í barneign að passa sig á þessum trausta vini. Eins og maðurinn sem mælti: Hér kem ég fús til starfa. Ég held að Magnús sé einn af fáum framsóknarmönnum sem á það til að taka rökum og vera nokkuð málefnalegur. Finnst að hann hafi sýnt það oftar en ekki í viðtölum. Vonandi getur hann smitað félaga sína aðeins af þessu. Það er þó örugglega borin von um að Véfréttin nái áttum. Mér finnst líka út í hött að vera að nefna afsögn þessa ráðherra í tengslum við Breiðuvíkurheimilið. Þegar hinir dapurlegu atburðir gerðust þar var hann bara smápolli. Vonandi verður þetta mál krufið til mergjar. Og reynt með öllum hugsanlegum leiðum að bæta skaðann þó það sé ekki hægt nema að litlu leyti. Við skulum öll biðja fórnarlömbin fyrirgefningar. Eins og öll önnur fórnarlömb svívirðingar og ofbeldis sem viðgengist hefur og viðgengst enn, því miður. Smánarblettur á þjóðfélaginu sem við skulum öll berjast gegn með öllum tiltækum ráðum.
Ég hugsa nokkuð gott til glóðar um helgina. Það er spáð 4urra stiga hita á sunnudaginn. Þrátt fyrir lurðuskratta langar mig að halda að Tangavatni með stöng mína. Hluti vatnsins er ávallt auður vegna kaldavermslisins undan Hekluhrauninu. Það væri örugglega hægt að verja sunnudeginum með verri hætti en að bleyta í færi. Gæti hreinlega orðið indæll dagur. Það er kyrrð og ró hér. Indælisveður og hitinn rétt undir frostmarkinu. Við Raikonen njótum samvista og hugur beggja í miklu jafnvægi. Kippum okkur ekki upp við smámuni og látum hverjum degi nægja sína þjáningu. Það styttist í Góu og birtan hraðvaxandi. Og það eru ekki minni væntingar til sumarsins en undanfarin ár. Ölfusá, Veiðivötn, skógrækt í Grímsnesi. Og allt hitt. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi, hættur barneignum en vill samt stuðla að þeim.
Ég hugsa nokkuð gott til glóðar um helgina. Það er spáð 4urra stiga hita á sunnudaginn. Þrátt fyrir lurðuskratta langar mig að halda að Tangavatni með stöng mína. Hluti vatnsins er ávallt auður vegna kaldavermslisins undan Hekluhrauninu. Það væri örugglega hægt að verja sunnudeginum með verri hætti en að bleyta í færi. Gæti hreinlega orðið indæll dagur. Það er kyrrð og ró hér. Indælisveður og hitinn rétt undir frostmarkinu. Við Raikonen njótum samvista og hugur beggja í miklu jafnvægi. Kippum okkur ekki upp við smámuni og látum hverjum degi nægja sína þjáningu. Það styttist í Góu og birtan hraðvaxandi. Og það eru ekki minni væntingar til sumarsins en undanfarin ár. Ölfusá, Veiðivötn, skógrækt í Grímsnesi. Og allt hitt. Bestu kveðjur, ykkar Hösmagi, hættur barneignum en vill samt stuðla að þeim.