Tuesday, January 16, 2007

 

Hinsta smurningin ?

Framsókn ætlar að halda prófkjör hér í suðurkjördæmi á laugardaginn. Guðni Ágústsson hefur verið nánast sjálfkjörinn foringi flokksins hér undanfarin ár. Þegar fyrrverandi formaður flokksins framdi opinbert pólikískt harakiri í fyrra ætlaðist hann til að Guðni færi að dæmi hans. En Guðni kærði sig ekki um það. Vildi lengra líf en lét nú samt ekki verða af því að láta sverfa til stáls um formanninn.Mér er svo sem sama hvernig þetta prófkjör fer. Guðný reyndar miklu fallegri en Bjarni. Hjálmari var sigað á Guðna. Það þarf að koma burt þeim síðasta sem enn er með snefil af gömlu hugsjónunum. Ég held að úr því sem komið er skipti úrslitin engu. Flokkurinn er að deyja. Það er enginn grundvöllur fyrir hann lengur. Engar hugsjónir. Slagorðið um þjóðlega umbótahyggju er bara prump. Hlægilegt og fáránlegt í ljósi staðreyndanna. Eina hugsjón flokksins er valdabröltið. Sitja að kjötkötlunum með áhrif langt umfram kjörfylgi með aðstoð íhaldsins. Flokkurinn fær að vísu oftast meira fylgi í kosningum en í skoðanakönnunum. Sennilega vegna þess að fólk skammast sín fyrir að viðurkenna stuðning við flokkinn. Og einnig vegna þess að þar á bæ er til nóg af aurum. Finnur Ingólfsson á örugglega fyrir Visa reikningnum um hver mánaðamót. Kosningarnar í vor eru mikilvægar. Nánast öruggt að ríkisstjórnin fellur. Ef Samfylkingin kemst ekki í ríkisstjórn eru dagar Ingibjargar Sólrúnar taldir í pólitík. Það eru skiptar skoðanir í sjálfstæðisflokknum hvert halda skuli þegar ríkisstjórnin fellur. Þeir eru margir þar sem aldrei munu fyrirgefa Ingibjörgu að hafa fellt íhaldsmeirihlutann í borginni á sínum tíma. Og margir orðnir leiðir á þvælunni um evrurna og evrópusambandið. Sjálfum líst mér illa á samstjórn SF, VG og populistanna hjá frjálslyndum. Held að sú stjórn yrði ekki langlíf. Tel að langbesti kosturinn verði samstjórn íhaldsins og vinstri grænna. Þar eru tveir flokkar sem vita nákvæmlega hvar þeir hafa hvorn annan. Stóriðjustefnunni yrði ýtt til hliðar. Og við yrðum tekin af lista hinna staðföstu þjóða. Mistökin viðurkennd og afsökunar beðist. Þetta byggist þó á því að VG komi mjög sterkur út úr kosningunum. Skilaboðin verða að vera mjög skýr. Allir sannir vinstri menn á landinu verða að vera meðvitaðir í kosningunum. Láta sannfæringu sína ráða. Það gildir um marga sem enn eru í SF og þónokkra sem enn eru í Framsóknarflokknum. Látum ekki villa okkur sýn eins og henti alltof marga síðast. Og við skulum ekki láta persónulegan metnað fyrrum borgarstjórans í Reykjavík skipta nokkru máli. Við getum komist vel af án evrópusambandsins. Og við getum stöðvað hryðjuverkin gegn náttúrunni. Við skulum gera það og kjósa VG í vor. Það er eina raunhæfa leiðin til að snúa við af brautinni sem fetuð hefur verið alltof lengi. Með kveðju frá okkur Kimi, ykkar Hösmagi.

Comments:
Þú ert alltaf jafnskotinn í samstjórn við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfur held ég reyndar að samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins væri ágæt til margra hluta, t.d. til þess að nútímavæða og markaðsvæða íslenskt landbúnaðarkerfi. Það eru framsókn og vinstri grænir ekki til í upp að sama marki.
Hins vegar er ég hjartanlega sammála þér að ég vil ekki sjá þessa kaffibandalagsstjórn, aðallega vegna Frjálslynda flokksins sem flokksfólk í Frjálslynda flokknum virðist ekki einu sinni treysta sjálft fyrir utan hversu lítt geðslegur sá flokkur er.
Kannski maður þurfi bara að kyngja ælunni og viðurkenna að BSV stjórn gæti verið ágætis kostur, þó það myndi þýða enn eitt dekurtímabilið við atvinnumiðlunina framsókn.
Helst vildi ég samt auðvitað bara hreina meirihlutastjórn S: inngöngu í ESB, upptöku evrunnar og dekri við landbúnaðarmafíuna hætt, íslenskum neytendum til mikilla hagsbóta. Samfylkingin þarf þá ekki að bæta við sig nema svona 30 prósentum...
 
Ég er alls ekki skotinn í íhaldinu. Tel þessa stjórn bara verða besta kostinn í vor. Ég held að stærsta vandamál Sf nú um stundir sé formaður flokksins. Það er eins og Ingibjörg sé búinn að missa sambandið við raunveruleikann enda virðist flokkurinn vera að tapa fylgi.Draumurinn um stóra flokkinn er bara hilling. Talsverður hluti af samfylkingunni eru kratar sem eins gætu verið í Sjálfstæðisflokknum. Enda hefur krötum liðið ákaflega vel í stóli utanríkisráðherra og hangið í rasshárinu á könunum með góðri samvisku. Og mikið af því sem við étum hefur ekkert með íslenskan landbúnað að gera. Þar má þó gera hreint líka. Það skal ég taka undir. Við verðum líklega seint sammála í pólitíkinni nafni minn góður. Ég vil þakka þér sérstaklega fyrir kemmentin. Ekki svo mörg sem maður fær og þau lífga alltaf. Sendi ykkur Gunnhildi bestu nýársóskir og vona að sú stutta hafi náð sér á strik á ný.
 
Ekkert að þakka. Við erum bara sammála um það að vera ósammála, eins og maðurinn sagði (þó að við séum nú held ég reyndar sammála um furðumargt).
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online