Friday, January 05, 2007

 

Hinir staðföstu.

Enn erum við íslendingar í hópi hinna staðföstu þjóða. Og danir. Staðfastir í að koma á lýðræði í öðrum heimshlutum. Írak t.d. Lýðræði sem felst í því að myrða, brenna, sprengja og eyðileggja. Koma vitinu fyrir vitleysinga. Og allar aðferðir leyfilegar. T.d. óhefðbundnar aðferðir við yfirheyrslur fanga. Sem tákna það eitt að pyntingar eru notaðar á hvern þann sem okkur þóknast að taka höndum. Danir afhenda bandarískum hermönnum fanga í Afganistan. Svo hægt sé að pína þá að vild. Allir vita hvað gert hefur verið í Írak. T.d. í Abu Grab fangelsinu. Þar fengu úrhrökin sem ekki var hægt að nota heima í Guðs eigin landi ærinn starfa. Mennirnir sem reknir höfðu verið vegna grimmdar og kvalalosta. Allt eru þetta verk á okkar ábyrgð meðan við dönsum með þessu glæpahyski. Þessvegna er svo óhemjumikilvægt að breyta um stefnu í utanríkismálum. Skyldu þeir sem persónulega hnýttu íslensku þjóðina aftaní Rumsfeld og companý aldrei fá neina bakþanka? Afturgangan og litli nagarinn? Það skiptir kannski minnstu. Það á að slíta þennan hlekk strax. Viðurkenna staðreyndir. Hætta vangaveltum yfir hvort rétt hafi verið " samkvæmt því sem þá lá fyrir" að verða hluti hinna vígfúsu. Biðja írösku þjóðina afsökunar. Þetta var röng ákvörðun. Bandaríkjamenn, Bretar og aðrir sem réðust á þessa fjarlægu þjóð höfðu engan rétt til þess. Og þetta glæpsamlega athæfi sem við tókum þátt í mun alltaf varpa rýrð á okkur sem sjálfstæða og friðsama þjóð. Ef nógu sterkar breytingar verða í næstu þingkosningum eigum við möguleika á að breyta til betri vegar. Og jafnvel hjá rótgróna íhaldinu kviknar á daufri týru. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Moggans virtist komin á þá skoðun í Kastljósi sjónvarps fyrir áramótin að líklega væri affærasælast að kanarnir hættu að skipta sér af málefnum annara þjóða og kæmu sér heim til sín. Það tók hann að vísu marga áratugi að átta sig á svona einfaldri staðreynd. Við skulum samt vona að það viti á betri tíð. Með kveðju úr suddanum, ykkar Hösmagi.

Comments:
Hvet þig til að kíkja á myndina "The Road to Guantanamo" í þessu sambandi. Mögnuð mynd sem ætti að fást úti á næstu leigu þarna í höfuðstað Suðurlands.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Hit Counter
Tickets Broker Online